Leita í fréttum mbl.is

Lok, lok og læs

Þá höfum við það.

Allar dyr lokaðar þegar kemur að fjármagni.

Nema auðvitað að við borgum fyrir peningastuldinn sem fram fór á Icesave reikningunum.

Gott fólk.

Við erum skuldug.

Við, börnin okkar, barnabörn og þeirra afkomendur borga brúsann.

Við erum hér með talin sem þriðja heims ríki.

Er einhver ábyrgur á þessu bankaráni?

Er þetta ekki dásamleg verkun?

P.s. Sigmundur Ernir spyr hér athygliverðrar spurningar.  Sjá.


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, þetta er alveg dásamlegt allt saman! Ertu til í að hrista mig svo ég vakni ...

Guðríður Haraldsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Kolgrima

Ég vil að þeir sem bjuggu til Icesave, verði strippaðir niður í brók! Að eignir þeirra verði gerðar upptækar og þeim sjálfum stungið í steininn næstu 25 árin fyrir landráð og svo minniháttar afbrot eins og þjófnað og svoleiðis krúttheit.

Skil bara ekki af hverju Björgúlfur þarf ekki að svara fyrir neitt.

Kolgrima, 13.11.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hver sagði fyrir nokkrum vikum : "Við látum ekki kúga okkur?"

Fer ekki að koma að því að viðkomandi verði að segja af sér?

Ef ekki semst um lán erlendis frá er augljóst að við munum lepja dauðann úr skel hér á landi fram eftir öldinni, þar er að segja þau okkar sem ekki geta forðað sér í burtu.

Ég tek undi orð Kolgrímu, þetta er því miður leið sem maður hefur hvergi séð minnst á sem möguleika, sem sé að ná í rassgatið á þjófunum og láta þá skila þýfinu. Er það ekki gert við smákrimma, því ekki við þá stóru? Voru þeir alltof miklir einkavinir valdahafanna til þess að það sé hægt?

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta eru ,,vinirokkar" í Evrópu Ha HA Ha !!

Bíddu meðan ég æli.

Ingibjörg bullar út í eitt um að fara inn  í ESB og sækja þrautarvarar styrk Ha HA

Afsakið á meðan ég æli .

Bretar munu þá FYRST hafa möguleikan á því að drulla yfir okkur að vild og geðþótta sínum.

Eru allir þessir ÞINGMENN GELDINGAR og hreðjalusir með öllu.

ÞEkkja þeir ekki úr dýraríkinu, að þegar Hundur bakkar að öðrum með skottið milli lappana, á viðkomandi EKKI möguleika á að fá að éta FYRR en sá sem bakkað var að er búin að éta nægju sína??

Aular allirESB sinnar og þjóðhættulegt fólk.

Burt með skítapakkið sem vill inn í ESB og þjóðhollt fólk í staðinn.

Bjarni Kjartansson, 13.11.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, það er víst þessa dagana verið að fjalla um lög um sérstakan saksóknara...hvenær ætli þeirri umfjöllun ljúki...? Hraði snigilsins, meðan tætararnir fá nóg í búkinn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

...og allt í stáli.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2008 kl. 11:25

7 identicon

Blessuð Jenný.

Við höfum val hvort við gerum okkur sjálf skuldug en ekki börn okkar og barnabörn.  Það er alltaf val í svona stöðu og það val heitir að láta ekki kúga sig.  Héðan af skiptir það ekki máli hver gerði hvað og hvenær.  Það er seinna tíma vandamál. Núna þarf hver og einn gera það uppvið sig hvað hann vill gera börnum sínum og hver og einn mun þurfa að svara sínum börnum þegar þau spyrja AFHVERJU.  Þá er eins gott að samviskan sé góð.  

Það er aðeins eitt sem kúgun hefur aldrei getað sigrað og það er vilji þess sem vill ekki láta sig kúga.  Jafnvel þó að það kosti hann lífið þá segir hinn kúgaði bara nei.  Ástandið er ekki svona slæmt.  Ennþá hefur ekki sést til hermanna ESB á hafnarbakkanum.  Á meðan er von en skuldaleiðin býður uppá þá einu von að byrja uppá nýtt í nýju landi.  Það verður afleiðingin af skuldasölusamnigum við ESB.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:40

8 identicon

eigum við ekki að safna saman herrum og frúm sem stofnuðu þetta icesave dæmi og loka inní laugardalshöllinni og láta þá leysa þetta. ekki voru það við sem ákváðum þetta en skuldirnar gjaldfalla á okkur. NEI   inní laugardalshöll með þá þeir hljóta að hafa lausn fyrst þeir stofnuðu þetta.

já og eigum við ekki að þjoðnýta ACTAVIS sem er í eigu Björgólfs thors sem situr á sínum feita einhversstaðar og segir " þetta er öllum örðum að kenna, ekki mér"   ég er viss um að við gætum borgað niður icesave með actavis

elisabet (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ómar, jafnvel þó börnin hans eigi eftir að svelta segir hann nei...???

Samanber það sem Sigurbjörg Árnadóttir hefur sagt okkur frá um "finnsku leiðina" gæti ein afleiðing þeirrar leiðar að spara sig út úr vandanum og taka ekki lán orðið sú að fólk eigi ekki fyrir mat, sé sá matur yfirleitt til í landinu. Móðuharðindi hin nýju, að þessu sinni af manna völdum.

Eða muna menn ekki hvaða afleiðingar það hafði á öldum áður þegar siglingar féllu niður til landsins?

Að vísu búum við betur hér en þá hvað alla tækni varðar, og kannski finnst olía fyrir austan land? En að láta sig dreyma um slíkt er útópía þegar lausna er þörf á allra næstu dögum ef ekki á allt að fara í kaldakol.

Ég er alls ekki hrifin af Evrópuleiðinni. En er einhver önnur leið í boði, nema þá finnska leiðin sem ég talaði um hér að framan?

Það væri fínt ef við gætum flutt Ísland hinum megin á hnöttinn. Evrópubúar erum við alla vega ekki, það hefur sýnt sig berlega á síðustu dögum. Einhver benti á Kanada, þar á móti vil ég segja að Nýfundnalandsbúar hafa séð eftir sameiningunni við Kanada 1949 allar götur síðan og horft aðdáunaraugum til Íslendinga. Ætli sú aðdáun sé samt ekki tekin að dvína á seinustu vikum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:53

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hví er íslendingar tortryggðir erlendis? hvers vegna efast útlendingarnir svona um að íslendingar séu reiðubúnir að standa við skuldbindingar sínar?

slíkt kemur ekki til af engu, ó nei.

kannski Kastljóssþáttur frá 7. október s.l. hressi upp á minnið.

ekkert annað gefur tilefni til þessarar tortryggni.

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 12:08

11 identicon

Semjum við Obama, strax, við eigum mun meira sameiginlegt með frændum okkar vestan megin við Atlantshafið en þessum bölvuðu Evrópubúum. Meira að segja Norðurlöndin hafa svikið okkur. Ég er viss um það að við getum gert einhverskonar samning við USA ef við lofum þeim einkaleyfi á því að bora á Drekasvæðinu, gleymum því ekki að eitt stærsta kosningamálið í USA núna í ár var það hvernig landið gæti aflað sér meiri olíu, báðir frambjóðendurnir vildu olíuboranir við strendur Alaska.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:46

12 identicon

Þessir útrásar pésar hóta svo að kæra mann og annan sem vill fá að vita eitthvað um hans skrítnu fjármál.Sækja peningana okkar til x stjórana og borga skuldirnar sem þeir skildu eftir hér.Maður uppsker eins og maður sáir,ætli þetta fólk haldi annað?Sennilega telur það sig yfir það hafið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:51

13 identicon

 Björgólfur er stórkostlegur maður, skæðari þjóðníðing er vart hægt að finna í mannkynssögunni. Heill sé Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sem gáfu honum leyfi til að veðsetja þjóðina í margar kynslóðir.

Helga (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:54

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er brjáluð út í baknamenn 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 12:57

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég skil ekki tal um að aðrar þjóðir séu svo vondar við okkur. Íslendingar hafa getað, gjörsamlega eftirlitslaust, hagað sér eins og Rummungur ræningi erlendis og eru svo alveg steinhissa á að allir rjúki ekki upp til handa og fóta til að bjarga okkur úr snörunni.

Við verðum að hreinsa til í eigin ranni, sem sé að losa okkur við ríkisstjórnina og liðið í Seðlabankanum, áður en nokkur treystir okkur aftur. 

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:36

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aldrei hef ég hagað mér eins og rummungur erlendis, Helga. Ég skil ekki þetta tal um að ég og fleiri höfum gert það, þó svo fámennur hópur oflátunga sem eiga íslenskt vegabréf hafi gert það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:07

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, ég hélt að allir myndu skilja hvaða Íslendinga ég á við. Bið forláts á að hafa ekki verið skýrari í máli mínu.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:43

18 identicon

Blessuð Greta.

Sammála þér í seinni athugasemdinni en ekki þeirri fyrstu.  

Ég veit ekkert um framtíðina en það má skoða söguna, svona til að átta sig á því hvað gæti gerst.  Allstaðar þar sem þjóðfélög hafa steypt sér í of miklar skuldir þá hefur það endað með hruni samfélagsins og oft erlendri yfirtöku, t.d. Nýfundnaland svo ég taki dæmi um vestrænt ríki.  Ég veit líka að þjóðir sem hafa í núinu mætt óyfirstíganlegum hindrunum,  hafa oft náð að vinna sig út úr því og byggja upp velsæld.  Skuldaþrælaleiðin hefur hvergi reynst vel og það er oft einkenni á útkjálkum að ef þeir missa sjálfstæði sitt þá einhvernveginn daga þeir uppi.  Góð dæmi er fjárhagur Íslands og Noregs eftir að þessi ríki gengu í danska konungssambandið.  

Þetta kennir sagan okkur en ekki borða börnin hana.  En afhverju segir þú að börnin svelti ef þú gangist ekki undir skuldahelsi (reyndar rök þess fólks sem seldi sjálft sig í þrældóm í den) .  Hefur ESB hótað okkur hafbanni eða öðrum viðskiptaþvingunum.  Ef þú óttast hrun þá er hrunið fyrirsjánlegt ef við semjum við IFM og ESB.  Hvernig veit ég það.  Jú, það hefur alltaf gerst hjá öðrum þjóðum og afhverju ætti það ekki að gerast líka hjá okkur?  Lán alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sú eina  gjörð til að tryggja að fjármagn fari úr landi á viðunandi kjörum fyrir fjármagnseigendur.  Vísa í Lilju Mósesdóttur Kreppuhagfræðing.  En ef við reynum að halda í sjálfstæði okkar fyrir framtíð barna okkar, þá veit ég það að það er nægur matur til í landinu.  Samfylkingunni hafði ekki unnist tími til með aðstoð stuttbuxnadrengjanna að aflífa Íslenskan landbúnað.  Og þegar kreppan mikla skellur yfir Evrópu um mitt næsta ár þá mun Evrópa ekki hafa gjaldeyri til að flytja inn sinn mat.  Hún mun kanski skipta á mat og varahlutum við Ísland.  Og svo bara birtir til í heiminum, hann er laus við Bush og græðgisfrjálshyggjuna.  

En mundu það Greta að skuldaþrælar munu ekki njóta þeirrar birtu.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:45

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ómar, á vissan hátt er ég sammála þér, en þessi leið útheimtir mikinn kjark af okkur Íslendingum. Hefur nútíma-Íslendingurinn hann, í sama mæli og landnámsfólkið sem kom hingað á níundu öld, eða fólkið sem þraukaði hér gegnum miðaldirnar?

Því það er rétt hjá þér að svo er að sjá að ekki sé eingöngu íslenskt efnahafslíf á leið til andskotans, heldur sé það allt heila píramídakerfið í heiminum sem riði til falls. Því hefur reyndar verið spáð um áratugi af spakari mönnum en hagfræðingum.

Ég skrifaði reyndar í upphafi hrunsins þennan pistil, það er að segja áður en úrtöluraddir fóru að hljóma og barlómurinn mikli upphófst. Kíktu á hann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:07

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En svo er það annað mál, Ómar, fáum við rönd við reist, þar sem ríkisstjórnin þumbast við og situr sem fastast og hleypir engum öðrum að við að leysa málin?

Það virðist eiga að kosta byltingu af einhverju tagi til að hún fari frá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:11

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Helga, það er tekið til greina.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:13

22 identicon

Takk fyrir Gréta.

Ég er þegar búinn að seifa þinn góða pistil.  Og já, við höfum sömu genin og forfeður okkar.  Það þarf aðeins að færa meira vald til mæðra þessa lands.  Þær selja ekki börnin sín og halda körlunum að réttum verkum.  Að byggja aftur upp hagsæld þessa lands á réttlátum grunni.  Og ég ítreka að það er bábilja að hér staðni allt og við færumst um áratugi aftur á bak þó við getum ekki lifað um efni fram á erlendu lánsfé.  Ég ætla að gerast svo djarfur að vitna í þinn eigin pistil.  Það þarf bara aðeins að hugsa hlutina uppá nýtt.

En hvað er til ráða fyrir venjulegt fólk?  Hvað getur venjulegt fólk gert þegar fámenn klíka stjórnmálamanna tekur ákvörðun um að selja það í skuldaþrældóm.  Sama fólkið sem var það "gáfað" að það gat hjálparlaust komið okkur í þessi vandræði, það telur sig líka hjálparlaust geta komið okkur útúr þeim.  Þjóðin er einskis spurð.  Við eigum bara að samþykkja og þræla.  Ég veit það ekki,  því miður býr enginn Churchill á meðal okkar.  Eina sem ég veit, er  að fólk sem þarf að ljúga til að réttlæta sínar ákvarðanir, er ekki að taka réttar ákvarðanir.  En enn og aftur, takk fyrir linkinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.