Leita í fréttum mbl.is

Mamma Mía minn afturendi

abba

Þó ég viti vart hvort ég er að koma eða fara þessa dagana þá er ég með suma hluti á hreinu.

Ég ætla ekki að sjá Mamma Mia þó mér yrði boðið þangað af sjálfri Sylvíu Svíadrottningu.

Sem er ekki mjög líklegt.

Ég hafði gaman að Abba þegar þeir unnu Eurovision og það tók af skelfilega fljótt.

Steingelt tyggjókúlupopp nú eða blöðrupopp að mínu mati.

En þegar ég fer að pæla í þessu, af hverju ég get ekki bara haft gaman að svona uppákomum þá verður mér algjörlega svara vant.  Ég hreinlega urlast upp.  Og tilhugsunin um að sitja í Háskólabíó og SYNGJA og dansa með myndinni fær mig til að lúta höfði. 

En svona hef ég sennilega alltaf verið varðandi söngvamyndir.

Sound of Music, ég get ekki enn gleymt því hvað mér fannst hún glötuð, það eru ekki margar svoleiðis myndir sem toppa hana.  Ég fór með systur mínar og var á gelgjunni, ég skammaðist fyrir að láta sjá mig á þessari mynd, þær skömmuðust sín fyrir að láta sjá sig með mér sem var vægast sagt ekki til fara á hefðbundin hátt.

Og afhverju féll ég ekki í stafi yfir Julie Andrews?

Jú, einfalt mál.  Nunna sem er svo lífsglöð að henni er ráðlagt að yfirgefa klaustrið (til að misbjóða ekki guði með gleðilátum ímynda ég mér) og gerast barnfóstra milljón barna og svo fær hún algjöra fullnægingu yfir að hugsa um barnahópinn móðurlausa, neita sér um allt og fórna sér endalaust og botnlaust fyrir famílíuna Tramp.  Svo slær hún smiðshöggið á ósómann og giftist pabbanum í lok myndar.  Og í allri þessari fórnarlambsblóðbunu sem stendur aftan úr Julie Andrews í að bjarga heiminum þá brestur hún út í söng í tíma og ótíma.

Fyrirgefið á meðan ég æli.

Og ég man eftir Sommer Holliday með Cliffanum og The Yong Ones með sama átrúnaðargoði. Ég horfði á þessar myndir aftur og aftur út af Cliff, ég var ástfangin af honum þegar ég var ellefu og maður þolir ýmislegt fyrir ástina.  Ég var ákveðin í að giftast manninum.

Bítlamyndirnar voru í lagi af því þeir voru töffarar.

Singing in the Rain er klassíker sem ég hafði gaman af en ég nenni ekki að horfa á hana aftur og aftur.

Bíðum nú við, fleiri? 

Örugglega, en mannsheilinn hefur þann dásamlega eiginleika að geta gleym skelfilegum upplifunum.

Mamma Mía minn afturendi.

P.s. Það má geta þess að ég hef ekki talað við kjaft sem ekki hefur elskað viðkomandi mynd.  Ég verð að játa mig utangarðs og það ekki í fyrsta skiptið.


mbl.is Mamma Mía! þvílíkur fjöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Ég hélt að ég væri sá eini sem hefði ofnæmi fyrir Mamma Mía?! Tvöföldun á tónlistarkvikmyndaofnæmissjúklingum rétt upp úr hádegi á sunnudegi er bara helvíti gott!!!

Himmalingur, 31.8.2008 kl. 12:37

2 identicon

Ég ráðlegg þér að sjá Oklahoma.  Hún toppar allt í aulahrolli.  Syngjandi og dansandi kúrekar sem bresta í söng í miðri heysátu.

Bryndís (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hahahha þú er snillingur hahahhahah.  Ætla einmitt ekki á Mamma Mía og er þér sammála með aðrar söngvamyndir.  Finnst þessi flóra alveg ömurlega leiðinleg.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:41

4 identicon

Nei þú ert sko ekki ein, ég færi ekki á umrædda mynd fyrir nokkurn pening! Halllllló Abba var fínt þá...........síðan eru liði mörg ár !

Ofurskutlukveðja

ps. Hver vill sjá Pierce Brosnan syngja, segi pass!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:45

5 identicon

Aðeins að flýta mér um of, síðan eru auðvitað liðin mörg ár !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: M

Þú ert að gleyma GREASE !  Fannst hún æði. Veit,erum ekki sammála

Fór á Mamma mia og hafði gaman af fyrir utan að sjá Pierce að rembast við sinn söng. En myndi ekki fyrir mitt litla líf fara á sýninguna og syngja með.  Þar kemur sturtan sterk inn

M, 31.8.2008 kl. 12:52

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 lov it ..hvernig thú segir frá..

Hata søngvamyndir eins og pestina, ætti ekki annad eftir en ad fara svo og SYNGJA MED  nema kannski á lyfjum...

en gott ad svona margir hafa gaman af , madur getur jú ekki fittad inn allstadar

kvedja til thin Jenný og hafdu thad sem best

María Guðmundsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:56

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef bráðaofnæmi fyrir söngleikjum. þeir eru þó ögn hættuminni live. en að fara á bíómynd og dansa með og syngja....arg, úff, aul og herðablaðaherpingur

Brjánn Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 12:59

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel í bíó og þegar ég sá Mama Mía. Maður gekk brosandi út - og sofnaði brosandi. Ég mundi prófa í laumi að sjá myndina - þarft ekki að segja neinum he he

Sigrún Óskars, 31.8.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Kolgrima

Dætur mínar og litla frænka drógu okkur systur á þessa mynd. Ég þoli ekki Abba en gat ekki valdið þremur ungum, glaðlegum og spenntum andlitum vonbrigðum. Leitaði að undankomuleið í huganum en fann ekki. Stelpurnar vildu með mömmum í bíó og ég sætti mig við 2ja tíma kvalræði.

Myndin er bráðskemmtileg. Þarna sátum við  11, 19, 23, 42 og 47 ára gamlar og hlógum eins og vitleysingar. Gleymdu Abba og hugsaðu þrjár "fullorðnar" megaflottar leikkonur fara gjörsamlega á kostum.

Skelltu á þig hárkollu og laumaðu þér í bíó, þú átt ekki eftir að sjá eftir því!

Með bestu kveðju frá einni með næstum lífshættulegt Abbaofnæmi

Kolgrima, 31.8.2008 kl. 13:49

11 Smámynd: Kolgrima

P.S. kannast ekki við eina einustu af þessum söngvamyndum sem þú ert að tala um. Fékk gæsahúð á The Wall á sínum tíma og horfi ennþá reglulega á Rocky Horror.

Mama mia er EKKI Abbasöngleikur!

Kolgrima, 31.8.2008 kl. 13:57

12 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Söngvamyndir eru bara SNILLD.  Dýrka þær.  Myljandi grín, söngur dans og fjör....veit ekki með Oklahoma þó, hef ekki séð hana.

  Mæli með því að sem flestir fari og sjái Mama Mia....í dulbúningi eður ei.

  Kær kveðja og með söng í hjarta.....hehehehe.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 14:04

13 identicon

Have you seen the latest 'Mamma Mia' movie? A thoroughly entertaining classic example of social engineering.
It's about a young girl who does not know who her father is, and invites to her home three men her mother had mated with years before, in the hope that she might meet her real father and have him 'give her away' when she is shortly to be married.

In the end, the mother decides that she herself will give the girl away (stuff dad) as there is some confusion over who the real father is. No one could be bothered about finding out who the real father is, and the three candidates are happy to be one third of a father each. Catchy Lines include "you don't need a father, you need a family". Before the marriage ceremony begins at the church, the girl decides in front of all the attendees that she couldn't be bothered getting married after all, and cancels the ceremony. She is still happy with her boyfriend, just couldn't care about getting married. Great Abba music features throughout so everyone goes home feeling great. Satan truly has an efficient and effective education system.

Val (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 14:13

14 identicon

Söngvamyndir hafa sumar hverjar næstum valdið mér hjartaáfalli af hlátri. Ég gleymi seit hvað ég hló þegar Lee Marvin ropaði Wandering Star í Paint your wagon. Og síst var það verra að horva á Elvis aleinan með gítar að raula, og allt í einu birtist hljómsveit kór og dansmeyjar út úr tómu loftinu, og vúpps hvarf svo þegar lagið var búið.

Sound of musak hefði átt að vera bönnuð fólki með fullu viti, og að ég sjái Mamma Mia no way

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 14:38

15 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

farðu á myndna og dæmdu svo.. góð mynd og þú ferð örugglega aftur.

Lífið er lag :)

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 14:44

16 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir þessa færslu.  Nema ég hafði aldrei gaman að Abba.

Jens Guð, 31.8.2008 kl. 14:50

17 Smámynd: Kolgrima

Satan? Jenný, þetta er femínistamynd!

Kolgrima, 31.8.2008 kl. 15:01

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndislega fyndin Jenný mín.......en ég ætla nú samt að sjá þessa mynd

Sigrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 15:32

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha þú ert algjörlega one of a kind addna.

Ég barasta verð að komast á svona sing-a-long Mama mia dæmi.. Fyrirgef aldrei sjálfri mér ef ég missi af þessu. Ég er svo mikil hópsál að það er hættulegt. Ég elskaði abba, elska abbalögin og mun alltaf gera. Mama mia er mynd sem kallar fram allar tilfinningar hjá mér: gæsahúð, aulahroll, gleði, væmni, kátínu og fáránlega hamingjutilfinningu yfir öllu sem gæti talist hallærislegt í myndinni.

En við getum alveg verið vinkonur.. ég og þú... ha?

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2008 kl. 15:54

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er sammála Jónu. Ég er búin að sjá Mamma Mia 2svar og langar aftur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2008 kl. 16:38

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær alltaf skaltu láta mig fara að hlæja.

En mig langar að sjá þessa mynd sem allir eru að tala um.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 16:41

22 identicon

Ég og húsband erum búin að sjá myndina,sem er auðvitað dásamleg.Stefnan er svo að fara aftur og syngja með.Og þegar "james bond ,007"fór að syngja svelgdist mé á hahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 17:47

23 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Frábær skemmtun Jenný, þú verður að sjá myndina.

Eva Benjamínsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:26

24 Smámynd: halkatla

ég þoli ekki söngvamyndir en alltíeinu byrjaði samt ólíklegasta fólk að mæla með þessari mynd og segja mér að ég yrði að sjá hana. Ok hugsaði ég, fyrst ALLIR eru svona hrikalega jákvæðir þá verð ég að kíkja aðeins á byrjunina á netinu. Ég gerði það og veistu, í alvöru, ég hélt út eitt og hálf söngatriði, cirka 7-10 mínútur. Þetta var eiginlega það versta sem ég hef nokkru sinni séð. Vinkona mín var hjá mér og alveg fullkomlega sammála! Það er greinilega verið að dæla einhverju útí andrúmsloftið í bíóhúsunum því þetta er bara ekki eðlilegt á nokkurn hátt ég hef ekkert á móti Abba eða svona fallegu fólki einsog var í myndinni, hreint ekki. Samt sá ég ekkert jákvætt eða áhugavert í þessari byrjun (hugsanlega skánar myndin eftir því sem á líður, ég veit ekkert um það og mun ekki komast að því)

ef Jenný Anna fer á þessa mynd í bíó þá vil ég vera búin að veðja þúsundkalli fyrirfram um að hún kemur yfir sig heilluð til baka, syngjandi lögin og að skipuleggja næstu bíóferð... þannig er það bara. Enginn veit hversvegna

halkatla, 31.8.2008 kl. 18:50

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gat nú verið, tvær kærar vinkonur mínar, Jóna og Dúa, algjörir Abbanördar (plús Bjöggi Halldórs), ég dey.

Ætli ég hunskist ekki með ykkur í bíó adnna ef þið farið með það eins og mannsmorð.

Annars er ég í kasti yfir ykkur hérna í athugasemdakerfinu.

Og Val: Ef þú ert að grínast ertu snillingur, ef ekki farðu í afguðunarmeðferð.

Ójá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 19:10

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gestur minn: Afhverju notarðu ekki gömlu íslenskuna kallinn?  Ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 19:12

27 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Mamma Mia fannst mér mjög skemmtileg, ég kom allavega brosandi út og vona að ég komist á sing a long sýningu líka.  Reyndar var ég aldrei brjálaður Abba aðdáandi en mörg þessara laga hafa þvílíkt lifað og sumum þeirra er maður að kynnast upp á nýtt.  En ég hef nú gaman að mörgum söngvamyndum og söngleikjum, ég held ég hafi til dæmis séð Grease 7 sinnum í bíó á  sínum tíma og Rocky Horror er alltaf gaman að kíkja á af og til.

Sigríður Þórarinsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:30

28 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég ætla reyndar ekki að sjá myndina en kommon ppl, Abba var ekki bara þess tíma, mörg lögin eru snilldar lagasmíðar og standa fyllilega fyrir sínu, ekki síður en Bítlarnir og svona átján sinnum merkilegri en Rolling Stones!  (sorrí Stóns fans en það er bara þannig). Thank You For The Music er til dæmis ein af bestu ballöðum í sögu poppsins, Does Your Mother Know myndi svínvirka ef það kæmi fram í dag, þarf ekki tæknibrellur til.  Ulvaeus og Anderson eru nefnilega gríðarlega flinkir tónlistarmenn.  Engin ástæða til að neita því.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:07

29 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Mig hefur alltaf langað að líf mitt væri söngleikur.. Þannig að sama hvað maður væri að gera, þá kæmi alltaf passandi bakgrunnstónlist á réttum tíma, og fólk í kringum mann kynni lögin og sömu dansana o.s.frv. En þar sem það er væntanlega ekki að fara að gerast, þá verð ég að láta mér nægja að fara á Mamma Mia og syngja með!

Ps. Hló og hló meðan ég las færsluna. Þú ert yndislega kaldhæðin.

Bestu kveðjur,  

Sunna Guðlaugsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:22

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líf mitt ER söngleikur...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2008 kl. 20:43

31 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Var enn barn þegar Sound of Music var sýnd, addna unglingurinn þinn, og hún vann hug minn og hjarta. Hún er enn í uppáhaldi hjá mér þrátt fyrir allt og þá sérstaklega það að ég þoli ekki söngvamyndir. Fæ aulahroll eins og þú þegar fólk brestur í söng ... nema í Sound of Music. Það er bara ótrúlega eðlilegt þar. Ætla að sjá Mamma Mia á DVD, nenni ekki á hana í bíó og sérstaklega ekki á meðsöngssýningu, kann enga fokkings texta ... væri því léleg í "íslenska" þættinum sem senn hefst á SkjáEinum og heitir einhverju útlensku nafni.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.8.2008 kl. 21:01

32 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenfól, fólk sem að skilur ekki SándOffMúzzíg, & gleðzt ekki í hjarta við að hlusta á geypigóðar lagasmíðar sænsku Béanna, er ekkert búið að hluzta á tónlist frá fæðíngu.

En, ég fær reyndar Rocky Horror Picture Show aulahroll meðvirkandi!

Steingrímur Helgason, 31.8.2008 kl. 23:24

33 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Snilldarfærsla hjá þér Jenfó, ótrúlega hressandi að lesa bloggið þitt dagsdagligt.  Mamma Mia er milljón sinnum betri á tjaldi en sviði. Sá uppsetningu í London og varð fyrir miklum vonbrigðum. Fór með hálfum hug í bíó, og var gjörsamlega að kafna úr hlátri þegar 007 brast í söng. Þvílíkur hryllingur ... en samt svo einlægur. Þú verður að drífa þig í bíó. Koma svo!!!

ps. bíð spennt eftir We Will Rock You bíómyndinni. Leikhúsuppfærslan af því snilldarverki Ben Eltons og Queen er það besta sem ég hef sé í leikhúsi, nokkru sinni! Vona bara að þá verði fengnir betri söngvarar en í Mamma Mia.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.9.2008 kl. 00:20

34 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Voða ertu neikvæð....þetta eru snlldar lög eftir snillinga og sound of music er snilld

The hills are alive

Einar Bragi Bragason., 1.9.2008 kl. 02:00

35 identicon

Ætlaði ekki að sjá þessa mynd en þegar uppselt var á Sex and the City þá lét ég tilleiðast. Reyndar ekki á Singalong útgáfuna.

Tek fram að ég er ekki Abba fan né sérstakt söngleikjafan heldur. 

Söguþráðurinn er leim, söngurinn og dansinn langt í frá að vera fullkomið og annað eftir því. 

En þessi mynd rokkar! Gleðin, maður, gleðin! Hef sjaldan lent í svona. Sat bara brosandi út að eyrum eins og fáviti og fílaði þetta í botn. 

Skemmtilegt að sjá hvernig þeir sem ekki hafa séð myndina hafa á henni ákveðnar skoðanir. Allir sem hafa séð hana hins vegar gefa henni rosa fína dóma. Hmmmm, hvor hópurinn er marktækari?

En þetta er mynd sem virkar ekki í videóinu heima, hvað þá að sjá hana á netinu. Verður að vera í stórum bíósal með flottu sándi. 

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 16:08

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ibba: Þar tapaði ég þér fyrir ætternisstapa.  Ómæfokkinggodd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 16:41

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jenný, ég held þér verði ekki snúið til Mamma-Mia trúar nema með handafli ...  .. Verðum bara að ræna þér sbr. ónefnda frænku, fáum ræningjana Dúu og Jónu og Ibbu Sig. til þess addna  og látum þig vakna í Háskólabíó í miðjum klíðum "Dancing Queen Sing-A-Long" þar sem þú munt að sjálfsögðu taka forystuna í ,,Allar dansa Drottningar" .. ekkert allir dansa Kónga hvað ???  .. "  

 ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2985734

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband