Leita í fréttum mbl.is

Neimdropping tækifæri aldarinnar

Í fyrsta skipti sem ég gifti mig var kirkjan svo lítil að ég og þáverandi vorum komin út á hlað þegar brúðarmarsinn var rétt í startholunum, þ.e. við gengum út á fyrstu tónunum.  Það kom hallærislega út og það var þá, í nepjunni fyrir utan litlu Hallgrímskirkju, sem ég ákvað að ég myndi ekki hafa músík í mínum brúðkaupum aftur.  Og ég stóð við það.

Ég gifti mig því alltaf í algjörri þögn eftir það og missti þess vegna af mörgum skemmtilegum tónleikum.Pinch

"Brúðguminn" sem var í fréttunum um daginn af því hann var ósáttur við að brúðkaupsveislan hans í Þróttarheimilinu yrði í miðjum tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum, er búinn að redda málunum.  Hann flutti veisluna.

Hann er ánægður með það, fílar heldur ekki Björk og Sigur Rós.  Finnst músíkin þeirra væl.

Allt í góðu með það sko, smekkurinn er misjafn og ég fell heldur ekkert í stafi yfir Sigur Rós, við erum ólík eins og gengur.

En er hann ekki að missa af frábæru neimdropping tækifæri maðurinn? 

Það er ekki margt sem toppar það að geta sagt stórkostlega sanna sögu úr brúðkaupinu sínu.

"Þetta var frábær dagur, það var svo smekkfullt af gestum að ég gat ekki talið þá.  Björk og Sigur Rós spiluðu og brúðkaupið vakti heimsathygli".

Margir myndu gefa af sér höfuðleðrið fyrir að geta sagt svona lagað og vera að segja algjörlega satt og rétt frá.

Dem, dem, dem, ef ég væri ekki hætt að gifta mig þá hefði ég stokkið á þetta tækifæri.

Nú er að bíða og vona að Frumburður eða Maysan mín einhendi sér í að gifta sig næst þegar spilað verður með náttúrunni.

Svo vel við hæfi.

Til hamingju Thorvaldur Brynjar og frú.

 


mbl.is Brúðkaupinu reddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ja hérna hér... ertu hætt að gifta þig ?

Jónína Dúadóttir, 28.6.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Satt segirðu, hann hefur bara verið í neikvæðu bylgjunni, ekk uppgötvað pointið að ganga út með brúðina og mæta fyrir framan svið og fá sinn skerf að heimspressunni!

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég get nú alveg hlustað á Sigurrós og Björk, en nenni því svo sem ekki í 2-3 tíma samfleytt. Fannst þessi tónlist skemmtilegri þegar ég var í annarlegu ástandi. Í mínu brúðkaupi verður tónlist......Perfekt day (Lou Reed) Undir þínum áhrifum (Sálin) og Sálmur í Írskum þjóðlaga stíl. Kannski ætla ég líka að syngja fyrir bóndann (veit ekki alveg) Það viðrar vel til lofárása, ég fæ tónleikana inn í stofu til mín þar sem ég bý alveg upp við grasagarðinn. Eigðu góða helgi

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 28.6.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Rebbý

ég heyrði nú bara ekki spilið í kirkjunni þegar ég gifti mig .... var svo upptekin af því að horfa á manninn minn   verð kannski að prufa þetta aftur og sjá hvað gerist ......

Rebbý, 28.6.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið gætuð staðfest heitið eða þannig Jenný mín, sumir gera það  Hehehehe þetta er samt skemmtileg frétt, og þú er nösk á komedíuna í lífinu mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í fréttinni kom fram fullt nafn brúðgumans en hvergi minnst á brúðurina. ég velti því fyrir mér, meðan ég las fréttina, hvort maðurinn stæði einn að brúðkaupinu. svo í lokið birtist annað nafn. Siggi Hlö. ég álykta því sem svo að þeir séu að giftast. Þorvaldur Brynjar og Siggi Hlö.

Brjánn Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Ég kunni ekki við að nefna þetta "lítilræði" með að fjarvera brúðarinnar lýsti sterklega með fjarveru sinni í fréttinni.  Giftingardagurinn og sonnnna.

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 13:53

8 identicon

En fáránlegt blogg!

Þú lýsir því sem sagt yfir að þar sem þú stóðst nýgift á hlaðinu fyrir framan kirkjuna sem þú játaðist manninum þínum, væntanlega þáverandi ástinni í lífi þínu, þá hafir þú jafnframt á sömu stundu ákveðið að þú ætlaðir ekki að hafa tónlist í næstu brúðkaupum þínum.

Því langar mig til að spyrja þig, ákvaðstu sem sagt á sjálfan brúðkaupsdaginn að þú ætlaðir að skilja við manninn?

Ekki nema von að hjónabandið hafi ekki enst!

Þórunn (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórunn: Líf án húmors getur ekki verið mjög gefandi.  Ertu ekki á því?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband