Leita í fréttum mbl.is

Lóttódansinn stiginn - úje

Ég hef enga trú á happadrætti, lottói, lengjunni og hvað þetta heitir allt saman.  Á menningarheimili mínu hér á átakasvæðinu eru aðrir í því.  Þessi aðrirWhistling er reyndar alltaf jafn fullviss um að hann vinni, verður beinlínis hissa í hvert skipti sem hann stendur uppi á vinnings.  Hann er voða oft hissa. 

Stundum tek ég lottódansinn fyrir aðila heimilisins og skrensa á lokatónunum fyrir framan hans hátign og veina; Lottó 5/32.

Hann: Fyrir utan þá staðreynd að þú ert ekki í lagi villingurinn þinn, þá máttu öppdeita þig í lottólaginu, það er 38 ekki 32.

Ég: Skiptir ekki máli, það er listrænt gildi tónlistar og hreyfilistar sem er aðalatriðið hér.

Og ég held áfram að dansa.

Og nú er listrænum sköpunarmætti mínum alvarlega ógnað.  Hvernig í fjáranum á ég að syngja; Lottó 5/40?  Ekki hægt, vantar rythmann algjörlega.

Ef þessir sumir sem lotta eins og mófóar á heimilinu halda því áfram, þá...... já þá fer ég á söngnámskeið og syng hann brjálaðan á nótæm.

Það hlýtur að vera eitthvað annað sem hægt er að brenna upp peningana í.

Eða kveikja í þeim eftir hádegi á laugardögum.

Liff í því.

 


mbl.is Fjölga kúlunum í lottóvélinni úr 38 í 40 í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Iss maður vinnur aldrei í þessu lottói.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Ég er svo sammála, hvernig á maður að geta sungið lottó 5/40 svo vel hljómi. Lottó 5/32 er alltaf best.  Þetta sungu ég og vinir áður en við létum okkur húrra niður gilið í Bláfjöllum. Yndisleg minning. Svo þarf maður heldur ekkert að taka þátt til að geta sungið gamla góða lottólagið.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Iss, bara verið að minnka vinningsmöguleikana, og þeir voru ekki miklir fyrir.  Ætli þetta hafi eitthvað með "heimsmarkaðsverð" á olíu að gera?

Gleymi alltaf að lotta!

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það verður bara að semja nýtt stef við lottó 5/40 !

Bíst við að fjölgun á lottókúlum hafi eitthvað með verðbólgumarkmið seðlabankans að gera og blandist þannig árásum vogunasjóða á íslenska hagkerfið með því að taka skortstöðu. Allt eitt stórt samsæri (aðeinsaðkomanýjaorðaforðanummínumáframfæri, heflærtsvomargnýttí vetur )! 

Sunna Dóra Möller, 29.4.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband