Leita í fréttum mbl.is

Það ætti að vera hægt að kæra Hugh Hefner fyrir kynferðislega misnotkun í krafti auðs síns

 

En þar eru tormerki á.  Karlinn er auðvitað á grafarbakkanum, upppumpaður af Viagra og þrjár sambýliskonur hans, þessar barnungu, eru orðnar lögráða.  Ég hef stundum horft á hina sorglegu þætti um sambúð stúlknanna við gamalmennið og ég fer næstum að gráta.  Þvílík örlög.  Nú eru þær allar tuttuguogeitthvað, en leika sér eins og smástelpur með gæludýrin sín og skiptast svo á að sofa hjá þessum ógeðiskarli, sem ætti ekki séns í konu undir sjötugt (komu á hans reki, meina þetta ekki niðrandi fyrir konur á þessum aldri) nema af því hann er klámkóngur, blaðaútgefandi og forríkur andskoti.

Nýjasta og fréttnæmasta frá Viagrahöllinni er að í í annað eða þriðja skipti fara kærusturnar þrjár á forsíðu Playboy.  Þvílík hamingja.  Þegar maður fylgist með þessu fyrirkomulagi í kringum þennan víraða pervert þá missir maður trúna á að ungar konur séu að uppgötva breytta tíma, að skynja mátt sinn og megin og að þær geti sjálfar skapað sér líf á eigin forsendum án niðurlægingar.

Þessar stúlkur gætu verið dætur mínar. Vá hvað ég væri búin að ná í þær.

Auðvitað er þetta kynferðisleg misnotkun á ungum konum sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum.  Ungar stúlkur sem hefur dreymt um að verða frægar sem nektarmódel (svo barnalegt sem það nú er, enda eru þær ekkert annað en smástelpur) og lenda svo í klónum á þessum karlfjanda, bryðjandi Viagra.

Svo gat ég nú ekki annað en helgið þegar ég sá konuna sem gegnir starfi ritara í höllinni.  Eldri kona, ósköp ljúf með RITVÉL sér til aðstoðar.

Ætli það sé sparað á öllum sem komnir eru yfir 25 ára aldur og ekki vænlegar til að flagga píkunni framaní gesti og gangandi?

Fyrirgefið meðan ég æli.

Hér er fréttin á visi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Þú skrifar það sem ég hugsaði!

Kolgrima, 4.2.2008 kl. 11:10

2 identicon

Sammála þessu.

Bryndís R (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað gera konur ekki fyrir peninga, frægð og frama?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...þetta er svo ógeðfellt! Ég segi eins og þú, ég væri búin að sækja mínar dætur úr klónum á þessum sóðakalli!!

Sunna Dóra Möller, 4.2.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta er auðvitað sikk lið. Ritvél!!! Hef ekki heyrt það betra!

Nei, sorrý, þetta með ritvélina nær ekki að toppa hin sjúklegheitin. Ég myndi frekar gegna starfi ritarans en kanínuunganna þótt ég fengi bara kúlupenna til að vinna með.

Laufey Ólafsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heimir: Ég spyr á móti, hvað gera sumir ríkir karlar við peningana sína, þeir kaupa sér ungar konur, sumir versla sér börn til að misnota.  Við erum að ræða sjúka perverta hér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 11:24

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:25

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Orð í tíma töluð!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:27

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgrður:  Þessari ábyrgð verður ekki hent yfir á stúlkurnar.  Það er misnotarinn sem á hana aleinn.  Tvítugar stúlkur eru ekkert annað en krakkar og oft úr fátæku umhverfi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 11:44

10 identicon

Hallgerður. Það er enginn að tala um að Hugh haldi byssu upp að höfðinu á þeim og neyði þær til að vera þarna. En þær eru samt þarna af því að ef þær fara þá hafa þær ekkert annað. Þær eru ekki menntaðar, þær myndu bara enda í að vinna á McDonalds. Og þær velja frekar þetta.

Man eftir því þegar ein þeirra fór einmitt að tala um þetta í einum þættinum. Hún sagði eitthvað á þá leið að ef hún færi þá myndi hún enda í fátækt og það gæti hún ekki hugsað sér.

Hún er því þarna áfram og fær lífsfyllingu út úr því hversu mörgum myndum hún fær að vera á í Playboy og hversu mikla athygi Hugh veitir henni.

Mér finnst þetta alveg hrikalega sorglegt.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:45

11 identicon

Og svo koma foreldrar stúlknanna í heimsókn til þeirra.Og gefa út yfirlýsingar um hversu stolt þau séu af"frama"þeirra.Og þær fara með foreldrana í "vinnuna".Allir voða stoltir af alsberu myndunum af dótturinni.Svo sorglegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:53

12 Smámynd: Ragnheiður

Ég sá þessa frétt á vísi og fannst hún sorgleg á allan hátt. Ég væri búin að sækja mína dóttur. Ég hef hins vegar ekki horft á þessa þætti.

Æj þetta er voðalegt ástand. .. ungar og fallegar stúlkur...

Nei veistu Jenný, ég er eiginlega orðlaus.

Ragnheiður , 4.2.2008 kl. 12:19

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála Jenný.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.2.2008 kl. 12:26

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jenný Anna, ég var að tala um fullveðja konur en ekki börn eins og þú veist. Ég er ekki að mæla því bót að karlar kaupi konur, en tilboðin eru mörg og freistandi....

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2008 kl. 12:27

15 Smámynd: Einar Þór Strand

Jenny í þessu tilfelli er spurninginn hver misnotar hvern.  Það er líka spurning hvort þú sért með orðum þínum sek um kynofsóknir þar sem þú ert að dæma eftir kyni, með því að fullyrða að karlmaðurinn sé sá sem misnotar, sem sannilega er ólöglegt.  Það er þannig að hugsun ykkar feministana er farin að jaðra við fasisma gagnvart karlmönnum og þið ættuð verulega að fara að hugsa ykkar gang.

Einar Þór Strand, 4.2.2008 kl. 12:32

16 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú ert mikill snillingur Jenný

Steinn Hafliðason, 4.2.2008 kl. 12:50

17 identicon

Bara ein spurning: Hvað ef þessar stelpur vilja virkilega lifa þessu lífi. Er það ekki bara niðurlægjandi fyrir konur að halda því fram að konur geti ekki tekið sínar eigin ákvarðanir án þess að blanda inn í umræðuna misnotkun á einn eða annan hátt, svo virðist sem fólki (sérstaklega konum) mislíki "niðurlægjandi" ákvarðanir, eins og sú að ákveða að verða playboy-stelpa?

sigridur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:02

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef einmitt verið að hugsa um þessar stelpur þegar ég dett inn á E stöðina, þetta er eitthvað svo lame. Ég hélt fyrst að þetta væri einhver fíflagangur en fór svo að hlusta og kallinn var alltaf að birtast á náttsloppnum, þetta er ógeðslegt finnst mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:06

19 identicon

Kendra er sý yngsta af þeim, verður 23 ára í júní. Að kalla hana krakka er að teygja hugtakið ansi mikið. Hvað þá hina 29 ára gömlu Holly og hina 34 ára Bridget.

Þessar konur VÖLDU þetta hlutskipti. Ok? Það neyddi þær enginn til þessa. Hann einar átti kollgátuna hér að ofan þegar hann nefndi að þetta sé farið að jaðra við fasisma gagnvart karlmönnum. ÞÉR finnst þessi kall ógeðfelldur, ÞÚ gætir ekki hugsað ÞÉR að vera í tygjum við hann, og þess vegna finnst þér hann hreinlega glæpamaður fyrir að njóta athygli fullorðinna (athugaðu: FULLORÐINNA!!!) kvenna sem laðast að honum, eða öllu heldur auð hans. En nei, vegna þess að ÞÚ getur prívat og persónulega ekki hugsað þér þetta, þá skilgreinirðu hann sem kynferðisafbrotamann. Ef þetta er ekki fasismi þá veit ég ekki hvað fellur undir þá skilgreiningu.

Jú, persónulega finnst mér gildismat þessara kvenna heldur undarlegt. Sjálfur myndi ég aldrei sænga til langframa hjá einhverri uppþornaðri sveskju til að komast í peningana hennar. En munurinn á mér og þér er sá, að ég átta mig á rétti sjálfráða fólks til að taka sínar eigin ákvarðanir í lífinu og bera sjálft ábyrgð á þeim í stað þess að sjá alla karlmenn, og þá sérstaklega ríka karlmenn, sem misnotara og sjúka perverta í eðli sínu.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:13

20 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

"Kynferðisleg misnotkun í krafti auðs"

Brilljant.

Mæli með að þú endurskrifir almenn hegningarlög hið snarasta!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.2.2008 kl. 13:15

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Það ætti að vera hægt að kæra Hugh Hefner fyrir kynferðislega misnotkun í krafti auðs síns"

Óborganleg fyrirsögn:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2008 kl. 13:26

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit sannarlega ekki.  Mér finnst það frekar ógeðfelt, þegar mikill aldursmunur er á fólki.  En það er ekki mitt að dæma, ef viðkomandi hefur sjálf/ur ekkert við það að athuga sjálfur.  Hver er sinnar gæfu smiður, segi nú ekki margt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:28

23 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Eins og sumir segja: Jeræt! Pathetic!

Flosi Kristjánsson, 4.2.2008 kl. 13:45

24 identicon

Ennfremur má bæta við um hana Bridget (af http://en.wikipedia.org/wiki/Bridget_Marquardt ):

Later, Marquardt graduated from CSU Sacramento with a B.A. in Communications and an emphasis on Public Relations.

In 2001, Marquardt moved to Los Angeles after earning her Master's Degree in Communications from the University of the Pacific in Stockton, California. She later took a graduate level course in broadcast journalism through UCLA Extension, which was shown on the first season of The Girls Next Door (most notably when she had to walk out of her first Playboy shoot to attend a class).

Já, vesalings 34 ára barnið á sér greinilega ekki viðreisnar von og er pikkfast í viðbjóðslegum klóm hins illa ríka, gamla manns sem notfærir sér vonlausa stoðu blessaðs barnsins.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:47

25 identicon

Hallgerður. Nei mér finnst þetta ekki betra en að vinna heiðarlega launavinnu. En vandamálið liggur í mínum huga í fátæktinni og misskiptingunni í USA. Þar á fólk erfitt með að mennta sig þar sem það er svo dýrt og fyrir meðalnemendur sem hafa ekki efni á menntun og eru ekki nógu góð til að fá skólastyrk bíður bara láglaunavinna. Og þá er freistandi að fara í eitthvað svona eins og þessar stúlkur gera.

Þetta er auðvitað sorglegt og það sem er borðleggjandi er að þær gera þetta peninganna vegna en ekki vegna þess að þær elska hann eða vilja raunverulega vera með honum. Ef þær væru ríkar sjálfar og sjálfstæðar, heldur fólk í alvörunni að þær myndu vera með honum?

Þær gera þetta bara peninganna vegna eins og ein þeirra viðurkenndi meira að segja í þættinum.

Guðrún (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:12

26 Smámynd: Hanna

Mér finnst nú allt í lagi að konur viðurkenni - að sumar konur eru bara einfaldlega heimskar.  Alveg eins og sumir karlar eru perrar en alls ekki allir.  Ég er á móti alhæfingum.

Hanna, 4.2.2008 kl. 14:22

27 identicon

Það er til ferlega mikið af ljótu fólki og sumt þeirra er með fallegum einstaklingum. Mér finnst að það ætti að setja dómnefnd sem dæmir hverjir eru fallegir og hverjir eru ljótir. Ef einhver of ljótur er með of fallegum á að kæra þennan sem ljótur er hið snarasta enda ljóst að sá fallegi er ekki með réttu ráði.

Við hin sem best vitum hverjir eru fallegir, hverjir eru of gamlir og hverjir geta elskast eigum að fá að setja hina seku í fangelsi.

Helst að setja beint í fangelsi alla gamla og ljóta einstaklinga ... svo þeir geti ekki verið með fallega fólkinu sem ekki veit betur hverjum það á að vera með.

Skipum nefnd um málið hið fyrsta en ég er viss um að Katrín Anna getur tekið að sér formennsku enda stutt síðan hún var valin kynþokkafyllst kvenréttindaforkólfa hjá blogsíðu Ómars.

Við hin skynsömu VITUM BEST með hverjum fólk vill vera, og svei þeim sem ekki vita jafnvel og við !!! OG NORÐUR OG NIÐUR MEÐ ALLT KYNLÍF !! Okkur finnst það einfaldlega ekki skemmtilegt !!

Ingvar Gudmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:24

28 identicon

Fordómar byggjast á fávísi.

Gott hjá þér Kolbeinn að eyða fávísinni með því að upplýsa þá er fordæma hér um hvernig aðstæðurnar eru í alvörunni en ekki búnar til á staðnum eins og þetta blogg ber með sér.

Alvin (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:26

29 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe enn og aftur gerir þú allt vitlaust.  Nú verðum við að vera sammála um að vera ósammála. Ég held að þessar dömur viti nákvæmlega hvað þær eru að gera, hvað þær vilja og hvert þær stefna. Og þær munu dansa á gröf hins Viagra-bryðjandi Hughs, sælar með sitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.2.2008 kl. 14:53

30 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og takk fyrir mig.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 15:48

31 identicon

Hef nú dottið inn í einn eða tvo þætti af þessu og verð nú að segja að það er alveg spurning um hver er að (mis)nota hvern.  Sóðakallinn virðist oft á tíðum ekki alveg í tengslum við umhverfi sitt þó hann viti að honum finnist gott að lúlla hjá.

Dabbi (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:57

32 identicon

Og því má svo við bæta að ef ég man rétt þá er það dóttir sóðakallsins sem stjórnar klámveldinu, veldi sem græðir á ímynd kallsins og gerir eflaust það sem það getur til að viðhalda og selja þá ímynd.  Enn og aftur þá er það spurning um um hver er að nota hvern...

Dabbi (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:00

33 identicon

Nei nei, Dabbi. Ef það er eitthvað sem femínistarnir hafa kennt okkur þá er það það, að í kynlífi eru karlmenn alltaf gerendur og konur alltaf í eðli sínu fórnarlömb.

Ennfremur eiga miðaldra og þaðan af eldri karlmenn helst ekki að hafa kynhvöt. Og allra síst eiga þeir að voga sér að laðast að konum sem eru ekki enn komnar úr barneign. Það er bara krímínelt.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:04

34 Smámynd: halkatla

ég var einmitt að ljúka við að lesa fyrsta kaflann í Girls gone mild á netinu, þetta er bara nútíminn, hann er sick. Þetta er draumur þessara stúlkna fyrir þeim er þetta toppurinn og ég vorkenni þeim ekki neitt en ég vorkenni börnunum sem eru að alast upp í samfélagi með svona súr og óheilbrigð gildi!

halkatla, 4.2.2008 kl. 16:22

35 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm... verð að taka undir með Jónu. Held að þær viti nákvæmlega hvað þær eru að gera. Athyglin og þotuliðsumgegni er "drive-ið" og þetta er útpælt.

Heiða B. Heiðars, 4.2.2008 kl. 16:25

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir skemmtileg innlegg í umræðuna.  Mínus kjánarnir sem eru ekki færir um að tala málefnalega um misnotkun á konum.

Auðvitað má segja að þetta geti virkað beggja blands, þ.e. að þessar stúlkur telji sig hafa einhvern hag af þessu sambandi við karlinn, en nú er það ekki til umræðu hér.

Umræðan er um þennan mann sem byggt hefur stórveldi á að hlutgera konur sem kynlífsobjekt,  og allt sem hann gerir viðheldur þeirri ímynd sem hann vill greinilega halda.

Að ég telji að eldri menn megi ekki hafa kynhvöt er ekki svaravert en ég skal samt gera það af því mér leiðast svona hálfvitafullyrðingar.  Mér finnst ótrúlegt og ég er viss um að HH væri ekki í félagsskap þessara stúlkna ef hann væri pylsusali eða venjulegur skrifstofumaður á eftirlaunum.  Er ekki hægt að vera nokkuð sammála um að það sé líklegt?  Að það séu peningarnir hans sem gera það að verkum að ungar stúlkur láta sig hafa það að sænga hjá honum í von um frægð og frama? Kommon.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 16:25

37 identicon

svo svo sammála Jenný þarna!!!!

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:42

38 Smámynd: Tiger

Ég verð að segja að ég er mjög fúll, fúll yfir því að hafa ekki sömu völd og auðæfi og gamli fúskurinn. En ég efa að ég myndi verða svona siðblindur og sá gamli, siðblindur og fáránlega sjúkur í athygli og ungar konur - en kannski ætti maður aldrei að fullyrða neitt því maður veit aldrei hvernig málin þróast þegar peningar og völd eru annars vegar, ásamt viagra og portkonum.

Er málið ekki bara gagnkvæmur hagur, friends or partners with benefit? Eru þessar ungu konur ekki bara að stunda hérna eina af elstu atvinnugreinum heims - vændi eða pútustarfsemi að einhverju leiti?

Þær eru náægðar og sá gamli er sannarlega happy, siðlaust? Já, en samt löglegt fyrirkomulag og allir happy þarna. En þessar stúlkur munu brenna sig til langs tíma litið - efast nefnilega um að sá gamli setji þær í erfðaskránna sína. En málið er að þær eru að njóta lífsins ekki síður en gamli refurinn og það er víst ekkert sem við getum gert annað en að vera illileg yfir siðleysinu þarna sem sannarlega er til staðar. Ágirnd í fé og frama - og ágirnd í kynlíf, viagra og meira kynlíf er allsráðandi og víst er að hamingjan þarf alls ekki að vera fylgifiskur þessa brölts alls.

Tiger, 4.2.2008 kl. 16:58

39 identicon

Svona svona. Ég veit að þú telur ekki raunverulega að eldri menn megi ekki hafa kynhvöt Ég bendi í þessu sambandi á hið mjög skemmtilega enska orðatiltæki "tongue in cheek."

En að efni umræðunnar. Það er fyndið, en þegar ég les hina upphaflegu færslu sé ég mjög lítið um þetta stórveldi Hefners, hvað þá efni blaðs hans. Þeim mun meira sé ég af heilagri reiði yfir þeirri staðreynd að ungar konur sækist í hann út af peningnum sem hann á. Og ef fólk vill fara út í mikil smáatriði, þá má skilja fyrirsögnina "Það ætti að vera hægt að kæra Hugh Hefner fyrir kynferðislega misnotkun í krafti auðs síns" á þann hátt að sú staðreynd ein, að hann sé gamall kall að sofa hjá ungum konum, þýði að hann sé að misnota konurnar... og geri það í krafti auðs síns. Við skulum alveg átta okkur á því, að fullorðið fólk á að fá að sofa hjá hvaða fullorðnu fólki sem það kýs, og er því samþykkt. Hvort um sé að ræða þrítugan mann eða þrítuga konu, tvítugan mann og fimmtuga konu, eða tuttuguogfimm ára konu og áttræðan mann skiptir engu máli. Nú, eða hvaða önnur samsetning af aldri og kyni... og þess vegna fjölda fólkst. Fullorðið, sjálfráða fólk er fullfært um að taka eigin ákvarðanir um þessi mál. Að finnast að saknæmt af 82 ára manni að sofa hjá 25 ára konu er gerræðislegt og fasískt. Punktur!

Og nei, ég tel engar líkur á því að hann gæti náð sér í þessar konur ef hann væri pylsusali. En hvað með það? Hverjar eru "ásættanlegar" ástæður fyrir því að kona X vilji sofa hjá karli Y? Hverjum kemur það við? Aftur: fullorðið fólk er fært um að ákveða slíkt sjálft. Ef þessar konur vilja sofa hjá Hefner til að fá að búa í stórri villu og eiga dýra bíla, er það þeirra val sem fullorðnir einstaklingar. Það er fullt af fólki, körlum og konum (þó kynjahlutföllin séu án efa svolítið ólík) sem giftist til fjár. 

Svo komum við að þessu hlutgervingartali öllu. Þetta er e.t.v. svolítill útúrdúr, því ég er ekki sérstaklega að tala um Hefner heldur alla hlutgervingarumræðuna sem slíka. 

En gott og vel. Sko, konur eru kynlífsobjekt... og það eru karlar líka. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sumt fólk (einkum konur, ef marka má umræðuna) tilhneigingu til að hugsa sem svo, að kynferðislega örvandi myndir af fólki sé einhvers konar yfirlýsing um að viðkomandi manneskja eða kyn sé kynlífsobjekt og ekkert annað. Mannskepnan er margbrotin og hefur á sér margar hliðar. Ein af þessum hliðum hefur með kynlíf og -hvöt að gera og til eru blöð, bækur og kvikmyndir sem ganga út á að höfða til þeirra hvata. Ég sé í alvörunni ekki hvað er svona rangt við það. Nú er ég ekki að tala um klám þar sem gert er í því að niðurlægja konur (nú, eða karla) og fara illa með þær. Það er orðið svolítið langt síðan ég leit síðast í Playboy blað, en mér vitanlega er ekkert slíkt í gangi þar. Ekki nema fólk álíti að myndir sem geri út á nekt og kynþokka séu í eðli sínu niðurlægjandi, sem ég geri alls ekki.

Þegar kynhvötin er annars vegar er oft talað um að eitthvað höfði til "lægstu hvata." Þetta er mér gjörsamlega óskiljanlegur hugsunarháttur. Ég sé ekkert "lágt" við kynhvötina. Að laðast kynferðislega að fallegum, ungum konum er ekki sjúkt, það er mannlegt. Að finnast einhver sjúkur pervert fyrir að vera gamall maður og laðast að fallegum, ungum konum og finnast það hreinlega glæpsamleg; ÞAÐ er sjúkt.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:18

40 identicon

Jenny: "Mér finnst ótrúlegt og ég er viss um að HH væri ekki í félagsskap þessara stúlkna ef hann væri pylsusali eða venjulegur skrifstofumaður á eftirlaunum.  Er ekki hægt að vera nokkuð sammála um að það sé líklegt? "

Auðvitað ekki! En ætlaru að ásaka alla milljarðamæringa heims sem eiga geðveikar eiginkonur um að vera að misnota eiginkonuna bara af því hún er með honum af því hann er fokk ríkur? Hefuru séð *einhvern* milljarðamæring sem á ekki fáránlega fallega konu? Það er að segja ef hann giftist henni ekki áður en hann varð ríkur. Svona er þetta bara, vona að þú sért ekki að fatta þetta núna.

Pétur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:28

41 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur þessi lókik er ekki alveg að gera sig hjá þér.  Þær eru örgla allar þrjár brjálaðar í manninn á sloppnum.  Glaður?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 18:04

42 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Örugglega er búið að segja þetta í einhverjum af þessum kommentum hér ofar - en; þær eru engin börn eins og þú bendir svo réttilega á. Þær gætu fengið sér vinnu - sem væri líklega ver "launuð". Þær velja þetta stelpurnar. Get ekki vorkennt þeim að ráði nema þá einna helst fyrir að velja svona vitlaust!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 18:33

43 identicon

Já og hann og ein þessara kærasta eru búin að tilkynna það að þau séu að reyna eignast barn. Þessar stelpur virðast fíla þetta í botn og ef þær vilja hætta þessu þá gera þær það. Það hafa allir sitt verð og eru tilbúin að gera hvað sem er fyrir pening. Afhverju ekki að ríða gömlum kalli, ég myndi alveg ríða einn tveim eða þrem gömlum fyrir svona mikinn pening

Bjöggi (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:41

44 Smámynd: Magnús Unnar

Góð færsla hjá þér en Það mætti segja að þær séu einmitt að  uppgötva breytta tíma, skynja mátt sinn og megin og nýta sér hann til að skapa sér líf á eigin forsendum.

Eitthvað segir mér að þessar stelpur viti nákvæmlega hvað þær eru að gera.

Magnús Unnar, 4.2.2008 kl. 19:50

45 Smámynd: Tiger

Mér finnst margir taka sig of hátíðlega á blogginu, hátíðlega og telja sig nauðbeygða í að kryfja og sundurtæka allt sem hér er skrifað af bloggurum sem eru bara að blogga sér til dægrastyttinga og með það í huga að blása út - ekki með það í huga að vera með skotheld málefni sem lagaflækjur gætu mögulega sprengt í tætlur.

Mér sýnist ekki ólíklegt að "kolbeinn" sé "prakkarahliðin" á Guðmundi Páli Líndal - eða sami maðurinn kannski?? Kæmi mér ekki á óvart.

Guðmundur/Kolbeinn - hér færðu ekki prófgráðu þó þú sundurtætir niður blogg og annað - hér eru ekki háskólaprófessorar sem meta það þegar þú rífur í þig lömbin sem glöð og áhyggjulaus jarma sitt glaða blogg - ef þér er misboðið þá hvet ég þig til að fara í kalda sturtu og átta þig á að við erum ekki öll löglærð og því spáum við ekki í "lagalegar" hliðar líðandi stundar, erum eingöngu að opna tölvuna, brosa að lífinu og blogga nett og létt með húmor og léttgeggjun í huga og fararbroddi. Vertu léttur og njóttu lífsins en mundu að ekki eru allir jafn löglega sinnaðir og laganemar.

Þó ég verði að viðurkenna það að ég er alls ekki lögfróður, alls ekki gáfaðasti Jóninn úti í bæ - enda neyddist ég til að hætta námi ungur að aldri - þá kann ég þó að taka gríni og léttu blogghjali eins og þessu hérna. Tek það með opnu hugarfari og átta mig á því að bloggarinn er hér að blása út en ekki myrða neinn og þó einhverjum þyki hastarlega eða óvarlega orðaðir hlutirnir - þá soo what? Keep up the good skap and stay calm.

Tiger, 4.2.2008 kl. 22:29

46 Smámynd: Benna

Er þér svo ósammála, finnst þessi færsla þín alveg útúr kú ....þetta eru EKKI börn ....konur sem eru komnar yfir tvítugt og þrítugt Jenný eru ekki börn.

Mér finnst þetta svo þreytt hjá feministum að tala alltaf um konur eins og þær séu bara viljalausar hauslausar hænur!

Benna, 4.2.2008 kl. 23:30

47 identicon

Ég er svo sannarlega prakkarahlið, en ekki hans Guðmundar Páls Líndals.  Eins er ég ekki laganemi. Þó hef ég prófgráðu (ekki í lögfræði) og þarf í rauninni ekki aðra þótt ég myndi þiggja hana ef hún byðist.

Ég held að ég myndi seint teljast til lögfróðari manna. Vil frekar meina að ég teljist til skynsamra rökhugsandi manna. Þannig reyni ég að líta á heiminn, þegar ég tel að það eigi við.

Annars er ég alls ekki viss um að þessi tiltekna bloggfærsla hafi verið skrifuð í einhverju gríni. Ég vona það svo sannarlega, en mig grunar ekki. Og ef færslan hefði eingöngu verið um hvað Hefner er mikill bjáni, ljótur og ógeðslegur kall þá hefði mér staðið alveg á sama. En þegar gengið er enn lengra og kvennamál hans hreinlega kölluð glæpsamlega (sem er óneitanlega viss "lagaleg" hlið á þessu tiltekna máli líðandi stundar) sé ég mig knúinn til að tjá mig. Ekki vegna þess að mér er svo annt um fjárans karlugluna hann Hefner, heldur vegna þess að þetta lýsir ákveðnu viðhorfi sem mér þykir ofstækisfullt og þröngsýnt. Og mér leiðist ofstæki og þröngsýni, sérstaklega þegar ég gerist sjálfur sekur um slíkt en líka í öðru fólki.

Ps. Köld sturta er óheppileg svona nálægt háttatíma. Heit sturta virkar betur.

Pps. I'm perfectly calm, dude.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:38

48 identicon

Mikið geta feministar verið illa upplýstir  Svona þættir eru allir gerðir á commercial grundvelli.  Þetta Playboy manson er bara fyrirtæki sem græðir á tá og fingri.  Karlinn og stelpurnar eru staffið og þær fá sína launaseðla um hver mánaðarmót sem örugglega eru 5 sinnum feitari en launaseðlar íslenskra feminista.  Common þær sofa ekki hjá karlinum þær vinna eftir manuskripti þar sem við erum látin halda að þær sofi hjá honum.  þær ráða sig í vinnu hjá þessu fyrirtæki og þessi vinna er eftirsótt vegna góðra launa. Punktur.  Þegar ég les athugasemdir og hugmyndir ísl. feminista þá sé ég svo glöggt hvað þær eru óþroskaðar.  Að fatta ekki svona business en vilja samt komast í stjórn stórfyrirtæka á ísl. Úff nei takk.

Ólafur Egill (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:22

49 Smámynd: Steinn Hafliðason

Er ekki kallinn að reyna að eignast barn með einni þeirra, Holly Madison. Reyndar athyglisverð aldurssamsetningin á börnunum hans.

Steinn Hafliðason, 5.2.2008 kl. 15:38

50 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

ÆÆÆ ætlar þetta aldrei að stoppa

er það virkilega svo að þú sért að segja að konurnar 3 geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um líf sitt ?

ósköp er ég orðin þreyttur á þessu væli

Þær velja þetta og verði þeirra vilji.En svo að einu ef þetta væri Kona sem hefði 3 unga herra sér til skemmtunar þá hefði hún sennilega í augum femínista eins og þín verið hetja eða hvað? 

Sigurður Hólmar Karlsson, 5.2.2008 kl. 20:17

51 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður Hólmar: Þú ert orðinn óskaplega þreyttur.  Bendi á Hveragerði eða Reykjalund.  Ekki vera að hanga inn á síðum sem pirra þig.  Hefur farið illa með margan manninn..

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 20:25

52 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Þakka þér Jenný Anna

Þetta var akkúrat svarið sem ég reiknaði með frá femínista

mun ekki trufla þig með athugasemdum

þar sem ég er ekki í jákórnum þínum

en mun samt ekki leifa þér að stjórna hvað ég les og hvað ekki  

Sigurður Hólmar Karlsson, 5.2.2008 kl. 20:33

53 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vertu ekki svona bitur SH, hvar er húmorinn.  Hvað geturðu ekki gert athugasemdir af því þú ert fúll út í mig?  Viðkvæmni er þetta.  En þú mátt lesa eins og þú villt kjútípæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 20:36

54 Smámynd: Hlynur

Sorglegt að heyra hvað séu margar bitrar kellingar hérna, sem náðu sér ekki í ríka kalla .
Hvað með það þó að þessum gellur vilji gera gamla kallinum greiða og hann heldur þeim uppi í staðin.
líka skrítið að þó ykkur feminista kellingum fynist vont að ríða þá er ekki þar með sagt að það sé rangt svo framarlega að stelpan eða stelpurnar séu yfir lögaldri.

Hlynur, 5.2.2008 kl. 21:00

55 identicon

Ef feminasistar réðu heiminum yrði mannkynið ansi fljótt útdautt.

Spiderman (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:03

56 Smámynd: Hlynur

Ef ég man ekki rétt þá las ég nýlega um breskar eldri vélstæðar konur sem fóru til afríku í kynlífsferðir, það er sko vippi ojjjjj aumingja kallarnir í ánauð að sofa hjá þessum herfum fyrir sólglerugu ef ég man rétt. setja þessar konur inn og henta lyklunum ógeðslegt.

Hlynur, 5.2.2008 kl. 21:17

57 Smámynd: Tiger

Svei mér þá ef ég hreinlega skammast mín ekki bara fyrir að vera karlmaður hérna innan um alla þessa vælandi gaura sem allir/flestir láta hérna mun verr en feministar.

Hverjir eru hérna að væla? Feministar? Nei, karlmenn! Væla yfir feministum, væla eins og kettlingar í stað þess að taka því bara þegar er baunað á þá og horfa framhjá háðinu sem hugsanlega er mun meira uppá grínhliðina hérna en alvarleikann.

Kommon guys, get a grip og hristið þessa gömlu færslu úr minni - það eru nýjar færslur daglega sem hægt er að hafa gaman af, njótið þess að browsa um netið en ekki taka netlífinu svo alvarlega að þið sjáið ykkur ekki fært að fara að sofa að kvöldi nema hafa hellt dálítið úr visku- og vælubrunni ykkar.

Þessi færsla hérna er yesterday - leyfið henni bara að liggja ljúfra minninga en hættið að svekkjelsa ykkur yfir því sem þið fáið ekki breytt. Feministar eru og verða alltaf feministar - rétt eins og þið/við eigum alltaf eftir að vera vælandi kettlingar yfir feministum þegar þið/við sjáum eitthvað svart á hvítu eftir þá. Enjoy life, live and be happy without the crying stuff - við getum ekki fengið og haft allt eins og við viljum. Við höfum öll rétt á því að henda fram okkar skoðun eða áliti á hinum ýmsu málefnum - vitlaust eða ekki, skiptir ekki máli á meðan maður er ekki að skaða neinn hlutaðeigandi.

Þessi vettvangur er til að blása út og henda fram skoðunum og pælingum frá eigin brjósti og njóta léttra skoðanaskipta um leið. Ekki myndi það hvarla að mér að setja fram hérna einhverjar pælingar ef ég ætti von á að vera skotinn á kaf fyrir þessar pælingar - sem eru jú bara mínar eigin pælingar. Er hræddur um að ef allir sem kalla sig snillinga í "rökræðum" um alla mögulega hluti færu að kafskjóta allt sem skrifað og bloggað er um - þá myndi bloggið fljótlega leysast upp og engin blogga lengur, nema rökfræðingarnir.  Æi, ég veit, þetta er orðið hálf ruglað hjá mér - er sifjaður og hálf argur út í karla/kynbræður mína sem væla alltaf um Feminista þegar þeir sjá eitthvað sem svo mikið sem ýjar að karlmennskunni.

Tiger, 6.2.2008 kl. 01:10

58 Smámynd: Ólafur Jónsson

"Það ætti að vera hægt að kæra Hugh Hefner fyrir kynferðislega misnotkun í krafti auðs síns"

ÖÖÖHHH NEI....

Ólafur Jónsson, 6.2.2008 kl. 11:39

59 Smámynd: Sævar Einarsson

Sammála þér Tigercopper, "That's all I have to say about that "

Sævar Einarsson, 6.2.2008 kl. 11:55

60 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tigercopper: Góður!

Ólafur: Jú víst og það kemur að því að svona karlar fái að versla sér fólk til að sofa hjá.  Nananabúbú

Sævarinn: Ertu sammála,er það ekki bara í fyrsta skipti.  Farðu út að borða í tilefni dagsins.

Gylfi:Hvað er fallegt, gamli hórbokkinn eða smástelpurnar sem hann er að kaupa sér?

Strákar þið verðið að feisa raunveruleikann, tímarnir eru að breytast, þeir sem ekki koma með verða eins og gamlar, týndar eftilegukindur, nagandi njóla meðan við hin höfum gaman og liffum lífinu á JAFNRÉTTISGRUNDVELLI.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 13:32

61 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ólaffur leiðrétting: Kemur að því að svona karlar fái ekki að versla sér fólk til að sofa hjá.  Það á eftir að renna upp sá tími að það verður refivert athæfi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 13:33

62 Smámynd: Sævar Einarsson

Jenný Anna: Þú minnir mig stundum á týpurnar Svamp Sveins og Bol Bolsson ... þeir blogguðu um allar fréttir nánast, misgáfurlega auðvitað enda var þetta grín hjá þeim bara til að pirra aðra og draga sviðsljósið að þeim, það pirraði rosa marga en ég sakna þeirra, þeir lyftu blogginu upp með svörtum húmor.

Sævar Einarsson, 6.2.2008 kl. 13:51

63 Smámynd: Sævar Einarsson

Jenný Anna: HAHAHAHA síðasta tjásan frá þér til Ólafs var snilld.

Sævar Einarsson, 6.2.2008 kl. 13:58

64 identicon

Já já Jenný sjáum bara hvernig tímarnir breytast í þriðju heimsstyrjöldinni.  Í stríði verða konur fullkomlega algjörlega valdalausar, öll völd tekin af þeim á einni nóttu. Reiknaðu ekki með endalausri uppsveiflu.  Eftir þína tíð gætu konur verið að upplifa gjörsamlega valdalausa tíma kvenna, stríðstíma, núllpunkt.  Það er eins og þú hafir ekki upplifað neitt sem reynir á.  Þú heldur að allt þitt sé eilíft

Óli Egill (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:47

65 identicon

Ég ætla sko að vona að ég verði nógu ríkur til að geta notið ellinnar jafn vel og Huge. Svo væri ég líka alveg til í að skemmta einni svona hrukku-kellingu í ellinni ef ég fengi vel borgað fyrir það. Ef það er eitthver hrukkukelling að leyta sér að toyboy, þá skal ég bjóða mig fram.

Jenný, ég veit að þú ert ekki nógu rík en ef þú eignast eitthvertíman eitthvað chash og þú ert orðin leið á kallinum þá skal ég alveg hlýja þér fyrir nokkra peninga

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:02

66 identicon

Fjölbreytileiki samfélagsins er nauðsynlegur.  Innan samfélags verður alltaf að vera eitthvað fyrir alla, jafnvel þó að mér eða Jenny líki ekki við það, annars verða sumir menn hættulegir.  Litlir hópar taka að myndast með það verkefni að spyrna við fótum(hryðjuverk).  Hópamyndun karlmanna er þekkt í löndum þar sem höft og þjáning ríkir.  Einnig myndast mjög hættulegir stakir einstaklingar innan samfélags sem ekki getur boðið þeim það sem hugur þeirra leitar til.  Sumir eyða lífi sínu í ljóðlist þó það falli ekki öðrum í geð, aðrir vilja njóta lífsins með hinu kyninu og peningar hans/hennar fara í það líferni og mótaðilinn spilar með.  Verum ekki of gagnrýnin.  Allir eiga sér sálufélaga þara úti í fjölbreytileikanum.  Þessi margbreytileiki gerir lífið skemmtilegt.  Einsleitt samfélag er fátækt samfélag.

Logi (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:43

67 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ríkir gamlir karlar, sem vaða í kvenfólki, er það eitthvað nýtt? Samband þessara kvenna við gamla manninn er sjúkt og byggist á kynlífsfíkn gamla mannsins og peningagræðgi kvennanna.

Sennilega er einn hluti af skýringunni á því að konur laðast að ríkum drullusokkum einfaldlega sjálfsbjargarhvötin. Þær vilja tryggja framtíð sína og barna sinna.

Önnur skýring gæti verið að konur sem hafa verið aldar upp í ástleysi og misnotkun (ekki endilega kynferðislegri, heldur frekar vanrækslu og vondri framkomu) leita síðar í eiginmenn, sem koma illa fram við þær, samanber dætur drykkjumanna sem giftast drykkjumönnum.

Aðstaða kvenna til að lifa sínu eigin lífi á eigin forsendum, kjósi þær það, hefur batnað það mikið undanfarna áratugi að það er nú ekki ástæða fyrir þær að setjast upp hjá klámkóngum.

Theódór Norðkvist, 6.2.2008 kl. 18:07

68 identicon

Jæja Baunabelgsfíflið mætt aftur...

Hvað finnst þér um þetta?

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/02/09/rikar_konur_saetir_strakar/

Pr. Baunabelgur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:34

69 identicon

Það eina sem svertir kvenþjóðina og dregur hana niður í svaðið og lætur líta út fyrir að þær séu forheimskar og kunna ekki að hugsa sjálfstætt eru  FEMINISTAR!!!

Punktur...  Betur væri komið fyrir kvenfólkinu ef þessi samtök væru ekki til. . . 

Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:23

70 identicon

Baunabelgur: Vertu ekki svona ómálefnalegur, þessi samanburður þinn er einfaldlega rangur. Hugh Hefner er gamall og ljótur karlfauskur sem misnotar ungar og veiklyndar konur í krafti auðs síns. En í fréttinni sem þú bendir á eru það hins vegar ungir og fégráðugir ribbaldar sem reyna sitt besta til að hafa fé af veiklyndum eldri konum.

Muddurinn (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:15

71 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er naumast það er áhugi á EINKALÍFI þessa manns og þeirra kvenna sem flykkjast að honum óþvingaðar með öllu.

Séð og heyrt á inni góða blaðamenn í ykkur ágæta fólki.

Geir Ágústsson, 9.2.2008 kl. 19:45

72 identicon

Þetta er nú óttalegt væl í þér kella. Hvað finnst þér um þetta: 

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/02/09/rikar_konur_saetir_strakar/ 

Ritaðu pistil um þetta, einnig væri fróðlegt að heyra hvað feministum finnst um svona lagað? 

Dr. P (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:46

73 Smámynd: Dark Side

Við megum ekki festa okkur við fortíðina. Konur nú til dags hafa jafnmikin völd og karlar, og auðvitað peningar líka. Þannig að þetta er ekki einstefna hvað varðar misnotkun á auði, ef misnotkun skyldi kalla.

Dark Side, 9.2.2008 kl. 19:48

74 identicon

Fátt um svör..

En að fólk eins og Jenny skuli ekki taka þessa frétt nærri sér og sínum málstaði, staðfestir í raun að það hefur ekki mikin áhuga á jafnrétti heldur vilja að konur hafa meiri rétt en karlar.

Sem snýr þessu upp í stríð á milli kynjanna, sem er það versta sem hægt er að hugsa sér, bæði fyrir konur og karla... 

Pr. Baunabelgur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 02:12

75 identicon

Fólk endar yfirleitt með maka í sama "fegrunarflokki" eða standard og það sjálft tilheyrir. Það sem hins vegar skekkir þessa pörun eru nokkrir hlutir s.s. frægð, peningar og völd. Þar sem Hugh hefur ekki útlitið með sér eins og komið hefur fram hér, má benda á frægð og völd. Þessar stúlkur koma líklegast ekki frá góðum íslenskum heimilum og tilurð kvenréttinda eða femínsma yfir höfuð líklegast farið að mestu fram hjá þeim. Sjálfar hafa þær sagt að þessi sugar-daddy tími endist ekki að eilífu - að undanskildri Holly (önnur t.h.) sem Hugh talar um sem sálufélaga. Ein þeirra er víst með mastersgráðu í fjölmiðlafræði.

Ég er femínisti og tel ekki rétt að nota orðið "misnotkun" þar sem um er að ræða gagnkvæman "díll" og fá þær greitt á ýmsan hátt fyrir að vera leikföng gamla mannsins. Ég held að sumar konur nýta sér karlmenn á þennan hátt til þess að klifra upp metorðastigann (t.d. Carla Bruni) og gerist þetta hjá báðum kynjum.

Er ekki sönn karlmennska einmitt hjá þeim karlmönnum sem telja ekki að sér vegið þegar gagnrýni hallar á karlmenn í stað þess að taka gagnrýninni sem persónulega árás? Konur eru líkar sekar um ýmislegt eins og keppst hefur hér við verið að benda á. Þetta er ekki eitthvað stríð eða leikskólametingur yfir hvort kynið er ömurlegra.

Hvað þessar ríku konur og leikföng varða, þá er það ekki sambærilegt að ungum körlum bjóðist fagrar og föngulegar efnakonur í leit að barnlausum karlmönnum - og Hugh sem er níræður "foli".

Strákar viðurkenniði nú að þið mynduð sparka Hugh út úr rúminu

Elín (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.