Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár og fleira smátt og gott

Mér líður eins og ég hafi orðið undir valtara, svei mér þá.  Ég var sofnuð fyrir miðnætti í gærkvöldi og það hefur ekki gerst í árafjöld með örfáum undantekningum.  Og ég sem tími ekki að sofa á kvöldin, þegar ég get haft það huggó við kertaljós, með bók í hönd.  Jább, moi er byrjuð á Bíbí.

Afmælið hennar Jennýjar Unu var frábært, öll börnin voru skemmtileg og góð og Hrafn Óli svaf af sér partýið, enda er hann svo lítill.  Myndir verða settar inn í dag.

 

Maysa mín, Robbinn og Oliver voru í mat og það var yndislegt.  Oliver vildi bara að amma og Einar ættu að koma að leika.  Hvað við og gerðum.  Lásum bækur og lékum okkur mikið og skemmtilega.  Verst að ég næ því ekki úr huganum á mér að hann er að fara aftur, rétt nýkominn en nú get ég huggað mig við að ég hitti hann í London þ. 18. n.k.  Oliver er ótrúlegur.  Hann er jafnvígur á ensku og íslensku.  Hann hefur bætt við sig heilum helling í íslensku á þessum stutta tíma sem hann hefur verið hér núna, alveg eins og svampur drengurinn.  Það er þó eitt sem er að vefjast fyrir honum og það er eftirfarandi: Hann heitir Oliver Einar, móðurafi hans heitir afi Einar, og skáafinn heitir líka Einar.  Alleg eins, segir Oliver og er alveg hissa.  Þó tók steininn úr í gær þegar við fórum í að lesa Einar Áskel.  Ha???? sagði barnið, heitir líka Einar???  MANY ALLEG EINS!!!  Er það nema von.

(Myndir frá ömmu-Brynju, önnur frá Þorláksmessumorgni og hin frá pakkaopnun á Aðfangadagskvöldi)

Hér verðum við hippahjónin tvö í kvöld.  Það verður notalegt.  Mun að sjálfsögðu elda eitthvað sem hæfir tilefni dagsins, en ég er eiginlega komin með nægju mína af steikum og ullabjökkum.  Reyni samt, get ekki verið þekkt fyrir að vera með eitthvað pöpulskt í matinn.  Ónei.

Annars langar mig að þakka ykkur öllum, sem lesið síðuna mína, fyrir gamla árið og allar skemmtilegu stundirnar.  Bloggvinir mínir fá sérstakt knús, því þá er mér farið að þykja extra vænt um.  Yndislegt fólk, bloggarar, amk. MÍNIR bloggarar og þið hafið öll auðgað líf mitt á einhvern máta.  Með sumum hafa tekist nánari kynni, aðra þekkti ég fyrir og hver einasti einn sem ég les hjá á pláss í hjarta mínu, og þetta er hámark tilfinningaseminnar, þegar ég á hlut.  Nú verð ég að væmnisjafna eftir hádegið.

Ég er líka viss um að edrúmennskan mín hefur gengið svona vel, m.a. vegna þess að ég hef bloggað um alkahólismann minn og þið hafið bakkað mig upp í baráttunni.  Takk fyrir það.

Nú, Dúa vinkona mín, Búmmerangsdóttir, er byrjuð að blogga aftur.  Hún segir reyndar að hún hafi byrjað að þessu sinni til þess að geta uppfyllt áramótaheit sitt um að hætta að blogga.  Konan er bara svona.  Ég hvet ykkur til að kíkja á hana og hvetja hana til bloggafreka á nýju ári.  Bloggheimar eru fátækari án hennar. 

Falalalalala og gleðilegt ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér sömuleiðis kæra Jenný, fyrir skemmtileg, uppörvandi og oft á tíðum fræðandi blogg...  Gangi þér vel í edrúmennskunni, hér eftir sem hingað til og með allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur

Jónína Dúadóttir, 31.12.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég óska þér og þínum friðar og gleði á komandi ári. Gangi þér vel!!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.12.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þakka þér sömuleiðis Nenna mín fyrir skemmtilegheit og spörk.  Hlakka til að fylgjast með þér áfram.

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 09:47

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt ár Jenný og takk fyrir skemmtilega viðkynningu á árinu.

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 10:29

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilegt ár elsku Jenný mín

Heiða Þórðar, 31.12.2007 kl. 10:35

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár Jenný og takk fyrir skemmtileg viðkynni á árinu, hafðu það sem best um áramótin

Huld S. Ringsted, 31.12.2007 kl. 10:59

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gleðilegt ár :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:22

8 Smámynd: Hugarfluga

Megi nýja árið færa þér blússandi hamingju og áframhaldandi kraft til snúrufimleika. Takk fyrir góða viðkynningu. Blessun til þín og þinna.

Hugarfluga, 31.12.2007 kl. 11:27

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig og þína eskan. gaman að sjá myndir af Óliver þínum og líka nýfæddum dóttursyni + Jenný Unu.

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:56

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú addna... lovjú   

Jóna Á. Gísladóttir, 31.12.2007 kl. 12:40

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný penný, Oliver getur nú sagt um ykkur nöfnurnar "both alveg eins" yndislegur pjakkur  :):)  Hafðu það sem allra best á nýju ári og takk fyrir að ver svona góð bloggvinkona, ætli ég breyti ekki til og strengi loksins áramótaheit, það verður að hitta sem flesta bloggvini mína á nýju ári.:):)  Þú ert himnasending og stjarna í hópi okkar bloggara. Love Jú darling og milljón knús á þig.

                 3 More Kisses  3 More Kisses 3 More Kisses3 More Kisses3 More Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 13:02

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt ár, takk fyrir öll frábæru bloggin þín á þessu ári og ég hlakka til að halda áfram að lesa skrifin þín!

Sunna Dóra Möller, 31.12.2007 kl. 13:13

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gleðilegt ár, elsku bloggdrottning og takk fyrir allt! Sjáumst vonandi feis tú feis á nýja árinu. Hafið það rosalega gott í kvöld!

Guðríður Haraldsdóttir, 31.12.2007 kl. 13:35

14 identicon

Kæra Jenný Anna, GLEÐILEGT NÝTT ÁR til þín og þinna og bestu þakkir fyrir bloggskrifin þín, sem hafa gefið mér ómælda ánægju síðustu mánuði.

þú ert frábær!

Áramótakveðja, Sigrún Jónsdóttir.

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:46

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég gæti nú sagt.."ég vissi það að kona myndi slá í gegn um leið og hún færi að munda pennann" en ég ætla ekkert að segja svoleiðis núna enda að komast í hátíðarskap og ég gæti eflaust slegið öll met í væmni ef ég nennti en ég segi bara gleðilegt ár og takk fyrir frábæra viðkynningu í gegnum árin. Lovjú og knús til þín og þinnar fallegu fjölskyldu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 14:33

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegt ár kæra Jenný Anna og takk fyrir allt gott á liðna árinu. Ég hlakka til bloggsamskiptanna við þig á því næsta. Knus og kram 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband