Leita í fréttum mbl.is

Í dag..

 

..voru teknar af mér ljósmyndir, ég er ekki búin að sjá þær en ég myndast yfirleitt skelfilega illa.  Ég er þó að vona að óræður og dreyminn svipurinn ásamt týpugleraugunum (eru ekki týpugleraugu skv. vinkonum mínum) skili sér þannig að ég slái í gegn.

..talaði ég lengi um líf mitt fyrir meðferð, fór í gegnum erfiða hluti og fannst það ekki baun erfitt.  Ég skildi svo ekkert í því fyrr en mér var bent á það nú undir kvöld, að ég var algjörlega búin á því.  Tekur greinilega töluvert á taugarnar.

..talaði ég við ca 500 fyrirtæki sem eiga að vera ábyrg á tölvunni minni sem bilaði í nótt.  Sko borðtölvunni.  Hver vísar á annan og annar á hinn.  Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn.  Gripurinn er í ábyrgð og verður það vonandi þegar Litlu Gulu Hænurnar s/f eru búnar að finna út hver ber ábyrgðina.

..var ég með Jenný Unu í pössun meðan mamman og pabbinn fóru í IKEAW00t.  Jenný var glöð og hress þrátt fyrir að vera "pínulítið lasin" og þegar ég var að vasast inni á baði, kom hún og sagði mér að ég ætti að þvo hendurnar "skrass" því löggan segði það.  Ég þvoði hendurnar.  Hún var hjá lækni í gær og í stað þess að vera glöð og kát í skoðuninni eins og venjulega, var hún pírípú og sagði við læknirinn að þær væru ekki vinkonur.  Læknir miður sín.

Nú er vika í að Maysan mín og fjölskylda komi frá London og þá geta jólin hafist.

Á meðan jólast ég bara og geri allt vitlaust í stórmörkuðunum.

Úje og falalalalalala

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Svona getur maður verið klikkaður og blindur á sjálfan sig, maður er löngu búinn að tapa andlitinu og kúlinu og stendur eins og keisarinn í nýju fötunum og fattar ekki neitt. Það þarf alltaf einhvern til að segja manni að maður sé ekki í neinu.

Búin að lenda nokkrum sinnum í svona situasjon síðan í sumar...og aldrei fatta ég neitt.

Myndavélum er líka svona illa við mig, ég virðist skrumskælast í þeim.

Barnið er arfasnjallt...handþvottalöggan er nebblega meinhorn.

Jólakveðja...ég kemst ekki strax í stórmarkaðina en verð að fara að haska mér upp úr flensunni bráðum. Þetta gengur þó ekki mikið lengur en ég er þó búin að skrifa jólakortin hehe...

Ragnheiður , 14.12.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Alltaf nóg að gera hjá þér. Ég fæ alltaf krúttkast þegar ég les lýsingarnar af henni Jenný Unu. Kannski afþví að ég hef ekki eignast dóttur, en allavega er hún krútt aldarinnar. Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 14.12.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ skonsan mín,búðarráp er ömó. Er að spá í að gefa öllum gjaldeyri.  Njottu barnabarnana það ætla ég að gera um jólin. Knús og þig og þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Af hverju er orðið 'tölvudrusla' kvenkynsorð' eiginlega ?

Veit öryggisráðið af þessu misrétti ?

Steingrímur Helgason, 14.12.2007 kl. 01:12

5 identicon

Hefur þú prófað að anda inn ?

..... Bara spyr héðan frá Flórida..... elskulega mín. Duglega kona!!

Þú virðist alltaf vera á útöndun,

Eða eitthvað svo vonlaus. Þú ert jú efni í bók. Jólabók.....

En ég ber virðingu fyrir þér.

Mikla!!

kveðja frá Flórida,

jben

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:19

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það fer illa með tölvur þegar rafmagnið fer. Svo dúndrast það inn aftur með sínum 220 völtum eða woltum og viðkvæmt gumsið í tölvunum þolir það ekki. Var kveikt á tölvunni þegar þetta gerðist?

Hver svo sem ber ábyrgðina (gæti verið þú sjálf, veit það ekki), þá ættirðu að fá þér svona græju til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fæst líklega í flestum betri tölvubúðum.

Láttu mig vita hvað kemur út úr þessum 500 símtölum. Ég þekki mann sem getur komið til þín og litið á þetta og athugað hvað gera þarf.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.12.2007 kl. 01:21

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert snilli. Ég fæ skýrslu hjá þér á morgun. eða ehe í dag eiginlega. Eins gott að blogg-klukku-löggan sé ekki á vakt núna.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.12.2007 kl. 02:03

8 identicon

Hmm þetta verður örugglega fróðlegt viðtal.

Vona að maður fái að sjá það.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 02:19

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Fær maður ekki að sjá það? Það eru ekki enn komin nein neðanjarðarstarfsemi í blaðaútgáfu hérna- er það?

María Kristjánsdóttir, 14.12.2007 kl. 07:13

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Bata- og baráttukveðjur til þín elskanmér er sagt að jólin komi, hvernig sem maður lætur og ég hef kosið að trúa því

Bjarndís: Takk fyrir falleg orð um hana nöfnu mína.  Hún er krútt

Steingrímur minn:  Við erum allar svo yndislegar druslur.  Tölvan er heppin, hún fær að vera með í félagsskapnum.

Jónína: Jájá.

Ásdís og Arna;takk fyrir

LH: Takk fyrir þetta, enda örugglega á að hafa samband.  Lítur ekki vel út með ábyrgðaraðila sem aldrei þessu vant er klárlega ekki ég.

Jónsí mín voðalegt næturrölt er þetta alltaf á þér kona

María og Guðrún: Segi ekki orð er hætt að gefa út Stéttarbaráttuna?  Lesið þið bara helgarblöðin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2007 kl. 07:48

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvar er hægt að fá að sjá þessar myndir ?  Ég myndast alltaf best í myrkri ...

Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 08:08

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandifærðu tölvuna í lag sem fyrst, Jenný mín og að fullu bætta.

Litla fröken Jenný Una er heil dýrð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 08:55

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan daginn .....Nú er ég forvitin og ætla aldeilis að skoða helgarblöðin öll með tölu...!

Ég ætlaði að jólast í stórmörkuðum í dag, búin að fægja visakortið og allt .... en svo er bara stormur og ég fer ekki fet ! Ég jólast bara inni á meðan....tek til í fataskápum eða eitthvað og hlusta á Bing !

Eigðu góðan dag !

Sunna Dóra Möller, 14.12.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.