Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama kona og kona

Ég er ekki hissa á að femínistar séu að sniðganga Silfrið, í sjálfu sér, en það er vont mál að í leiðinni fækkar þeim nauðsynlegu röddum kvenna sem þurfa að heyrast í þjóðmálaumræðunni.  Silfrið er eini þátturinn af þessum toga og hann hefur mikið áhorf.

Sigríður Andersen er ábyggilega ágætis kona, en hún er ekki sérlega jafnréttislega sinnuð konan, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.  Hún er nokkurs konar kvenkynsútgáfa af Hannesi Hólmstein.

Fjórar konur munu hafa hafnað þátttöku í Silfrinu s.l. sunnudag, þ.á.m. Katrín Anna Guðmundsdóttir sem bendir á að það sé ekki bara í klámumræðunni sem rödd femínista þarf að heyrast.

Annars er Egill fljótur að bregðast við þessari frétt eins og sjá má hér.

Hann er með svör á reiðum.  Bara allt löðrandi í konum í þættinum hans. Og örugglega nær allar femínistar, eins og hann hafi valið þær sérstaklega með tilliti til þess. Döh.

Það er nefnilega ekki sama kona og kona.

Það er rétt að Silfrið er karlaþáttur með karlastíl og hann er fínn sem slíkur.  Missi ekki af þætti, en það er ekki eins og það sé val um fleiri af sama toga.

RÚV skerpa sig.

Dem, dem, dem.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hann sagði í morgunútvarpinu að þetta væru 3 vinkonur sem þarna tækju sig saman.

Þátturinn er fínn, karllægur sannarlega en góður. Ég lifi það alveg af að horfa á hann sem slíkan án þess að hárin rísi

Marta B Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Linda litla

Ég hef nú ekki einu sinni verið svo fræg að sjá þessa þætti, en það er líka af því að ég horfi ekki á sjónvarp. Kannski ætti maður að breyta til og kíkja á þá svona til tilbreytingar.

Linda litla, 27.11.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Sigurjón

,,Það er ekki sama kona og kona".  Er þá sama karl og karl?

Auk þess væri skynsamlegra að K.A.G. myndi láta sjá sig í þættinum og koma sínum sjónarmiðum á framfæri þar. 

Sigurjón, 27.11.2007 kl. 11:27

4 Smámynd: Ragnheiður

Ekki sama kona og kona nei...það þarf þá að vera kona með réttar skoðanir ? Nú finnst mér heldur langt seilst mín kæra. Þetta hljómar stundum eins og þetta sé eina ríkisleiðin fyrir konur og við hinar séum ruslið og megum jafnvel þola að vera kenndar við karla ef við aðhyllumst ekki boðskapinn...

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 11:37

5 identicon

Sigríður var mjög málefnaleg og rökföst í Silfrinu.... Hún benti einfaldlega á staðreyndirnar, það er að hver sé sinna gæfu smiður og endalausar lagasetningar og valdboð gerir engum gott, heldur þvert á móti gerir lítið úr konum. Rétt eins og lagabálkur Jóhönnu gerir svo greinilega!

Birgitta (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:05

6 Smámynd: Kolgrima

Úff...

Kolgrima, 27.11.2007 kl. 12:07

7 identicon

Það er afskaplega áhugavert að kona sé ekki kona nema hún sé á línu feminista.

Kjánalegt viðhorf. 

Bjarni (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:15

8 identicon

Ég fæ kannski að bæta við einu sem ég gleymdi. Í silfrinu á sunnudaginn lét Oddný Sturludóttir þessi líka afskaplega heimskuleg setningu falla:

Jafnréttisstofa og þessar auknu heimildir sem hún fær í kjölfar þessa nýja frumvarps, ef að það verður að lögum sem ég vona, er í rauninni bara að bregða sér í hlutverk samkeppniseftirlits en með það að leiðarljósi að gæta að lög séu ekki brotin á konum!

Eru bara lög brotin á konum? Eru ekki lög brotin á körlum líka? Á þessi stofnun ekki að sinna báðum kynjum?

Er Oddný Sturludóttir hæf til þess að tjá sig um jafnréttismál? 

Bjarni (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:25

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er jafnréttissinni, hvorki karlremba né kvenremba, það er vegur þarna á milli, sem ég vil feta.  Og jamm ég ber sjálf ábyrgð á mér sem einstakling.  Ég er eiginlega sammála Hallgerði hér að ofan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2007 kl. 12:38

10 Smámynd: Kolgrima

Veit einhver hvaðan orðið dragbítur er upprunnið?

Kolgrima, 27.11.2007 kl. 13:03

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marta: Já 3 vinkonur í fýlu, eins og femínistar samanstandi af róttækum vinkonum, ekki venjulegum konum.

Hallgerður: Ég er ekki að tala um róttæka feminista.  Bara um jafnréttissinnaðar konur.

Sigurjón: Nei það er ekki sama Atli Gíslason og Brynjar Nielsson, svo nærtækt dæmi sé tekið.

Ragga: Nú leggur þú mér til skoðanir sem ég kannast ekki við.  Sigríður Andersen kannast ekki við launamisrétti kynjanna svo dæmi sé tekið.  Ég held að hún verði seint talinn málsvari venjulegr kvenna sem eru t.d. ég og þú.

Bjarni: Ekki það sem ég sagði.  Ekki lesa á millin línanna hér.

Friðrik Thor: Hvaða háðulegu útreið ertu að tala um varðandi Sóleyju, ég kannast ekki við málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 13:25

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég var svop hrifin af Agli að ég kaus hann einu sinni sem kynþokkafyllsta karlmanninn á Ruv! Ég gleymi aldrei viðbrögðum Evu Ásrúnar Albertsdóttur, hún sagði með semingi, finnst þér hann kynþokkafullur? Já sagði ég mér finnst hann krútt í sjónvarpinu.

En það eru dagar, vikur, mánuðir og ár síðan þetta var og nú á Egill konu, barn og tengdamóður sem hann metur mikils og vitnar stundum í. Hann hefur sjálfur breyst í viðhorfum og skoðunum á baráttu kvenna og er greinilega ekki eins hlynntur róttækri kvennabaráttu eins og áður.

Ég hef aldrei séð þættina hans á Ruv og ég er ekki að sniðganga þá markvisst - ég hef bara ekki lengur áhuga enda má alveg skipta út stjórnanda á Silfrinu eða breyta þessu eitthvað.

Ég er sammála því að það er vont þegar raddir kvenna heyrast ekki sem eru í frontinum fyrir feminísta, en ég skil það og styð þá í því. En ég er líka glöð yfir því að það skuli þó vera feminístar sem blogga og er ekki sama um baráttu kvenna, eins og þú Jenný og ótal fleiri og þeim fer frekar fjölgandi en hitt. Ég varð líka afskaplega stolt að sjá unga konu sem var dómari í "óbeislaðri fegurð" á Ísafirði sem hefur vent sínu kvæði í kross og er feministi í dag en ekki fegurðarsamkeppniseigandi eins og hun var í nokkur ár. Það segir manni bara það að feministinn hefur áhrif og þá um leið ég og Jenný ásamt fleirum.

Edda Agnarsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:51

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Rosalega er ég orðin þreytt á þessari umræðu um feminisma eins og hans sé einhver öfgakenndur rausokkismi! Meira segja eru margar konur orðnar umræðunni fráhverfar af því að nokkrir einstaklingar útmála konur sem aðhyllast feminisma sem fasista!

Ég bara eiginlega skil þetta ekki, og þegar maður les um og lifir og hrærist í heimi þar sem karlveldið er miðlægt svi langt aftur sem heimildir þekkja, þá er ekki hægt annað en að verða sorgmædd við svona umræðu. Ég les guðfræði og þegar ég sé enn þann dag í dag (2007), hér á landi skrifað af karlmönnum að t.d.syndafallið og syndin í heiminum hafi verið konum að kenna og þess vegna séu þær óæðri, að konur geti glaðst í undirgefni sinni, vegna þess jú að karlinn skv. ritningunni á að elska konu sína, þá get ég ekki annað en, gefnar þessar forsendur aðhyllst feminsisma vegna þess að hann er mörgum konum út um allan heim hrein lífsbjörg. Mér er sama hvort að hann er öfgakenndur eða mildur, og ef eitthvað er finnst mér róttækur feminismi marktækari ef eitthvað er. Við erum langt frá jafnrétti á of mörgum sviðum til að við getum bara sleppt þessari umræðu! Rödd feminista verður að heyrast ásamt öllum öðrum og um sem flest mál!

En ég tala út frá því sjónarhorni sem að mér er svo tamt, en það er trúarleg og guðfræðileg sýn, en hún er oft svo mikil rót að mörgu öðru sem að miður fer milli kynjanna. Því miður!

Mér finnst þetta góður og þarfur pistill! Takk fyrir mig Jenný

Sunna Dóra Möller, 27.11.2007 kl. 14:16

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég var ekki að vísa í Egil, kannski kom það ekki nógu skýrt fram!! Ég segi það í lokin að ég sé að tala út frá öðru sjónarhorni, sem að ég skoða svo mikið í minni rannsóknarvinnu, almennt orðað!

Ég er orðin þreytt almennt á þessum upphróðunum og neikvæðu athugasemdum gagnvart þessum konum og þeim konum sem að aðhyllast feminisma! Finnst það stundum langt úr hófi gengið!

Sunna Dóra Möller, 27.11.2007 kl. 14:35

15 Smámynd: Ragnheiður

Ok Jenný, ég er sátt við það og málið er þá leyst. Nokkuð ljóst að ég verð að lesa færsluna þína þá aftur.....

Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 14:36

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna þvílíkar ritgerðir.

Ég ætlaði nú bara að segja: ,,Jenný ég hló mig máttlausa yfir samlikingunni á Hannesi Hólmsteini

og Sigríði Andersen, Góðan talanda hefur hún þessi bráðhuggulega kona og á þeim forsendum, mundi ég

eigi bera þau saman,

hann er leiðinlegasti maður ever og ekki er hann

bráðhuggulegur".

Bara mín skoðun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2007 kl. 15:44

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Good riddance, minni möguleikar fyrir öfgafeminstina að spúa lygaáróðinum yfir þjóðina.

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.11.2007 kl. 15:58

18 identicon

top 10 ummæli Sóleyjar Tómas af blogginu hennar. http://69.is/openlink.php?id=94952

Diddi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:17

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég horfi á Silfur Egils  - sem karllægan spjallþátt. Hann hefur aldrei verið neitt annað.  Væri líka alveg til í að horfa á spjallþátt stjórnað af jafnréttissinnuðum konum, er alveg viss um að slíkur þáttur kæmist á dagskrá hjá RUV. Ég hvet þessar eldkláru konur hér til að mæta Agli á jafnræðisgrundvelli í samkeppninni á fjölmiðlamarkaði með því að setja fram góða spjallþætti sbr það sem Ólína Þorvarðar er að gera hjá ÍNN. Enginn ALVÖRU pólitíkus myndi láta það um sig spyrjast að mæta ekki í viðtölin.

Marta B Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 16:58

20 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef draumur jafntölusinna nær fram að ganga mun jafnréttislögregla ríkisins sjái um að kynin í æðstu og merkilegustu störfum ríkis og einkageira séu jafn mörg. En hversu "neðarlega" ætti að fara? Á að enda á rifvirkjum.

Nú, jæja Þá yrði staðan þessi, nákvæmlega jafn margar konur og karlar væru í öllum valda- og snobbstöðum samfélagsins en röðunin byggðist á femínískri goggunarröð.

Hjón ákveða eð eignast barn. Ef það verður strákur er sömu líkur á að hann verði verði þingmaður og stúlkubarn sem fæðist á sama tíma en það eru tuttugu sinnum meiri líkur á að hann endi í fangelsi. Búið verður að snúa sönnunarbyrði við i nauðgunarmálum þannig að körlum mun fjölga gríðarlega í fangelsum og einhver hluti þeirra dæmast saklausir sem stríðsfóður á vígvelli baráttunnar. En karlar sem detta úr skólum eða fara í fangelsi eru ekki taldir með vegna þess að slíkar tölur draga ekkert úr"jafnrétti" kvenna í opinberum tölum.

Ef konur hefðu sömu áhugamál og karlar og öfugt væri hlutfall kvenna og karla nokkurn vegin það sama í flestum greinum. Það bannar engin konum að fara í kvikmyndagerð. Þær velja sér nam á eigin forsendum. Það eru engar hindranir nema í höfðinu á fólki. Það er fullkomið jafnrétti en ekki fullkomið samfélag.

Á bakvið þingmennsku, afreksíþróttir og margar greinar liggja æfingar. Æfingar og aftur æfingar og þrotlaus vinna. Ef konur ætla sér að ná árangri verða  þær að leggja sig fram en þær eru bara ekki eins áhugasamar almennt um stjórnmál og karlar því miður og þá er ég að tala um þrotlaust starf í pólitík sem kostar mikið erfiði. Þingkonur verða að leggja sig miklu harðar fram svo kynsysturnar og hinn almenni kjósandi kjósi þær.

Fyrir þrjátíu árum voru værukærir smákóngar á þingi sem varla gátu talað í sjónvarpi sem fóru strax í bullandi samkeppni við konurnar þagar þær birtust.  

Heilbirgðar konur eiga að geta víkkað sinn eigin persónulega ramma út. Ef við gætum farið aftur í tíman með kvennalandsliðið til 1970 myndi það sennilega sigra karlhandboltalandsliðið frá 1970.

Þegar jafntölujafnrétti verður komið á verða lífsgæði kvennanna mikli "betri". Margir karlar sem lögðu hart að sér í grein sem fáar konur stunda munu bara gefast upp og snúa sér að rafvirkjun eða sorphirðu eða einhverjum þeim greinum sem konur vilja ekki vinna en gefa mikið í aðra hönd.

Nei, ég er alls ekki svartsýnn. Síður en svo. Karlar munu einfaldlega færa sig yfir i löglegar greinar sem gefa mikla peninga þar sem engin stjórnvöld geta skipst sér af leikreglunum. Þeir munu finna upp eilífa orku eða eiihvað gagnlegt fyrir konur!

Karlar hafa gríðarlegan sköpunarkraft sem ótrúlega margar konur hafa tileinkað sér en á sama tíma hefur hin meinti munur á kynjunum minkað. Alir þurfa að sigrast á sjálfum sér og sínum eigin takmörkunum og virkja sína eiginlega. Það held ég nú.

Benedikt Halldórsson, 28.11.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband