Leita í fréttum mbl.is

Frá einum sjálfsdýrkanda til annars!

1

Elton John er sjálfsdýrkandi, um það er engum blöðum að fletta, þó segja megi að hann hafi látið fara minna fyrir sér undanfarin ár, enda maðurinn kominn á "aðlaðan" aldur tónlistarmanns.  Áður en einhver missir sig þá er ég ekki að gagnrýna músíkina hans, sem mér þykir verulega vænt um.

Madonna er virkur sjálfsdýrkandi.  Hún gengur langt til að fá athygli og henni finnst ekki leiðinlegt að láta tala um sig.  Ég er ekki hrifin af músíkinni hennar, en ég dáist að mörgu í fari hennar samt.  Hún er kventöffari og fer ekki troðnar slóðir. Henni fyrirgefst minna en Elton, þar sem hún er kona. 

Nú hafa þau sæst, skötuhjúin Elton og Madonna.  Þau munu jafnvel vinna saman í nánustu framtíð.  Þetta er flott ókeypis auglýsing fyrir þessa tvo narsisista.  Fyrst móðgar Elton hana (umtal), svo biðst hann afsökunar (umtal) og svo eiga þau mögulega eftir að vinna saman (umtal). 

Omg er enginn endir á þessu?

En þau eru bæði voða kjút.

Ég vildi ekki vera í sama herbergi og þau tvö með einn spegil.  Baráttan um spegilinn yrði blóðug.

Æpromiss!

Úje

 


mbl.is Bað Madonnu afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

"Baráttan um spegilinn yrði blóðug".    Þessi setning á eftir að skreyta hverja einustu blaðsíðu af næstu útgáfum af "Fleyg orð".

krossgata, 30.9.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.9.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vonum bara að þau kalli ekki yfir sig 7 ára ógæfu...

Heiða Þórðar, 30.9.2007 kl. 13:13

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Er Elton ekki kona?

Þröstur Unnar, 30.9.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband