Leita í fréttum mbl.is

GERIST SVONA Á ÍSLANDI?

 

Kona kærði lögregluna á Selfossi til ríkissaksóknara í maí s.l. fyrir kynferðislegt ofbeldi þegar þvagsýni var tekið með þvaglegg á hennar samþykkis.

Það kemur fram að tveir karlkyns lögregluþjónar hafi haldið konunni á meðan læknir og hjúkrunarfræðingur settu upp í hana þvaglegg til að ná úr henni þvagsýni.

Ekki ætla ég að túlka það hvers kyns ofbeldi konan hefur upplifað, en ofbeldi er það klárlega.  Það fer um mig. 

Getur verið að sú staðreynd að ekki eru til neinar starfsreglur hjá lögreglu þegar þvagsýni er tekið gegn vilja fólks, innifeli aðgerðir að þessu tagi?

Er hægt að kippa manni úr umferðinni eftir geðþótta lögreglunnar og með valdi sem þessu seta upp þvaglegg, sem er frekar óþægilegt inngrip, líka þegar það er gert með vilja viðkomandi?

Nú þarf hinn almenni borgari tölur.  Hversu oft er þetta gert?  Eru öll lögregluumdæmin að ganga svona langt?

Þetta er hreinn viðbjóður, það segi ég satt. 

 


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Björn Þórisson

Jenný - hvað ertu að reyna að segja, að lögregla og heilbrigðisstarfsfólk hafi skyndilega fengið löngun til hópnauðgunar?! Hugsaðu þig aðeins um áður en þú fullyrðir svona lagað með stórum stöfum á Moggablogginu, auðvitað er fólk bara að vinna sína vinnu.

Að taka þvagsýni með þvaglegg er ekki gert nema það sé rökstuddur grunur fyrir ölvunarakstri viðkomandi og ekki fæst samvinna fyrir því að taka sýni á hefðbundin hátt. Það er lagastoð fyrir þessu sem var sett á með lýðræðislegum hætti.

Ég held þetta hafi verið skárri kostur en að viðkomandi keyrði ölvuð um bæinn og hugsanlega á börnin okkar sem urðu á leið hennar.

Davíð Björn Þórisson, 21.8.2007 kl. 10:15

2 identicon

Afhverju dugar ekki blóðsýni? Er virkilega hægt að þvinga fólk í að gefa þvagsýni? Sorry, eitt að halda konunni niðri meðan að blóð er dregið úr hendinni ef hún vildi það ekki, en að halda einhverjum niðri meðan að þvagleggur er settur upp finnst mér ægilegt brot á mannréttindum og gríðalega mikil vanvirðing.

Og hvað kom svo útúr þvagprufinni sem ekki var hægt að sjá með blóði? Afhverju fylgir það ekki fréttinni.

Esther (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:20

3 identicon

Mér finnst algjör viðbjóður að konan skuli aka undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.  Hefði hún ekið á barn, hefði þá afstaða þín til þvagleggsuppsetningarinnar verið sú sama? Hafðu það í huga að þarna er um að ræða síbrotamanneskju sem á sér langa sögu vandræða í samskiptu við yfirvaldið. Það er eitt að vera femínisti og annað að sjá allt annað en konur sem ógnun og yfirgang. Megi þessi kona dúsa í klefa með eða án þvagleggs næstu misserin, hún er sú sem á að skammast sín!

Funi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ólíkindafrétt. Hef reyndar moggamenn grunaða um smá skreytingar á fréttum, sérstaklega þegar ég las yfirlýsinginu frá aumingja flugstjóranum sem átti að hafa flutt inn konu sér til einkanota og svo bara lamið greytið og misboðið. Best að skoða vel allar hliðar. Mér finnst reyndar skelfilegt ef satt er að það hafi þruft að halda konunni niðri til að taka þvag. Vááá

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 10:22

5 identicon

Já... og reyndar ættir þú Jenný að skammast þín líka fyrir að ætla að taka upp hanskann fyrir glæpamenn og réttlæta þann gjörning með femínistablaðrinu í þér!

Funi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:22

6 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur enga samúð með hálfvitum eins og þessari konu. Hún getur engum um kennt nema sjálri sér, keyrandi full og neitar að pissa í glas.

Púkinn, 21.8.2007 kl. 10:37

7 identicon

....kannski er málið ekki endilega þessi einstaka kona/tilvik. Heldur heimild lögreglu til að framkvæmda svona aðgerð. Hvað ef ekkert hefði fundist? Sorry...? Er þetta geðþóttaákvörðunarvald embættismanns? Tja ef engar starfsreglur þá lítur svo út....Hvar ætla borgararnir að segja stopp? Það er búið að taka viðkomandi hættulega aðila úr umferð (þ.e. í umsjón lögreglu) þannig að umrædd þvingaða þvagsýnataka er eingöngu til gerð á ákvarða frekari refsingu...!!! Hvar endar þetta ef lögreglu eru gefin slíkar opnar valdheimildir? Hvað má og ekki má? Ég vona sannarlega að hlutaðeigandi fari með þetta mál sem lengst þó ekki ef væri fyrir að fá úrskurð um það hver réttindi borgara séu. Hvar eru mörkin?

Óskar (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:38

8 identicon

Það er alveg merkilegt hvað fólk er alltaf tilbúið að fara fram gegn lögreglunni eða því sem það ágæta fólk þar þarf að gera. Allt í lagi ef málin eru sett fram af einhverju viti en að vera með svona væl er bara alveg magnað.  Okkur þegnum þessa lands ber að fara eftir þeim fyrirmælum sem lögreglan gefur okkur það er bara skrifað í lög sem samin voru af okkar lögkjörnu fulltrúum og ef þessi kona vill ekki pissa í glas þá verður að ná í þvagið með örðum hætti sama og gert er með önnur lífsýni.

Þarf hinn almenni borgari tölur ?? Til hvers ? Er þetta eitthvað stór mál ?? Ekki gleyma því að konan hafi val. Hvað hefði fólk gert ef hún hefði ekið einhvern niður og drepið, síðan hefði hún bara neitað að pissa í glas ....og hvað af því að það þarf að þvinga hana til einhvers þá á bara að láta gott heita. Þetta er það sem þarf til að hafa sönnunargögn vegna þess brots sem hún er grunuð um. Kippt úr umferðinni ..ertu ekki að grínast.

Upplifiði konan ofbeldi ?? Og hvað með það var þetta ekki framkvæmt af lögreglunni í þágu rannsóknar málsins. Fjandans aumingjadýrkun alltaf hjá fólki.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 10:45

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú er ég alveg standandi hissa. Er þetta sama fólk sem tjáir sig hér og fer hamförum yfir dómum götunnar þegar um barnaníðinga er að ræða? Þá má ekkert ljótt um þá segja fyrr en dómur fellur.

Eins og Óskar segir hér þá snýst þetta ekki bara um þessa konu/atvik. Svo sannarlega vildi ég ekki lenda í því að vera haldið niðri og afklædd af tveimur lögregluþjónum ef þeir grunuðu mig um ölvun við akstur og láta troða aðskotahlut inn í mig. Hvað þá að ég vildi að börnin mín lentu í þessu.  

Hver í ósköpunum getur mótmælt því að hér sé um ofbeldi að ræða. Hvað í ósköpunum hefur femínismi með málið að gera?

Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 11:00

10 identicon

Hafði konan ekki val ?? Haldið þið að henni hafi ekki verið boðið eða beðin um að pissa í glas sjálfviljug ?? Ofbeldi ?? Jú það er það en ekki að ástæðulausu.

Auðvitað er þetta ekki eitthvað sem laganna verðir óska sér að lenda í en það þarf að tryggja sönnunargögn við rannsóknir mála.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 11:13

11 identicon

Það er óþarfi að afsaka allt sem glæpamenn gera bara af þeirri ástæðu að þeir klæðast einkennisbúning.

Oddur (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 11:40

12 identicon

Pissaðu bara í glasið Jóna, þetta er ekki flókið.  Hversu mikið ofbeldi getur það talist?

Funi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 11:51

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér hefði þótt eðlilegra að halda henni á meðan blóðprufa var tekin, hitt er frekar ógeðslegt, hvort sem um karl eða konu hefði verið að ræða. Fyndið að blanda femínisma inn í þessa umræðu.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 11:58

14 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Af hverju ekki bara sekta hana fyrir að neita að gefa sýnið?

Elías Halldór Ágústsson, 21.8.2007 kl. 12:08

15 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Já, og af hverju ekki bara ristilspegla allt liðið þegar það kemur í gegnum tollinn? Ef það er einhver nógu harðhentur þumbi hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, þá gæti hann tekið það að sér.

Elías Halldór Ágústsson, 21.8.2007 kl. 12:09

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég tek undir með þér Jenný og öðrum sem finnst þetta ógeðslegt. Þetta er vægast sagt ógeðslegt.

Laufey Ólafsdóttir, 21.8.2007 kl. 12:19

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér þætti gaman að heyra í þessum karlmönnum, sem tjá sig hér gegn blessaðri konunni sem varð fyrir þessu, ef að þetta hefði verið karlmaður sem um ræðir! Hver hefði þá verið "tekinn af lífi"?

Huld S. Ringsted, 21.8.2007 kl. 12:28

18 Smámynd: Sigrún Einars

Segi það sama og Jenný, þetta er prinsipp mál, skiptir engu  máli hver á í hlut. 

Þið hin sem viljið halda því fram að þetta er í lagi vegna þess að konan var að brjóta lög athugið það að þið eruð ekki mikið skárri sjálf.  Við börnin mín segi ég alltaf:  "Ef hann er vondur við þig þá skalt þú vera góður við hann, því ef þú gerir það sama eða hefnir þín á honum, þá ertu þú nákvæmlega jafn slæmur og hann og þá hefur þú ekki rétt lengur til að vera að kvarta."

Verum betri manneskjur en vondi náunginn gott fólk, það breytir enginn heiminum nema breyta sjálfum sér fyrst !!

Sigrún Einars, 21.8.2007 kl. 12:28

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Davíð Björn segir:Jenný - hvað ertu að reyna að segja, að lögregla og heilbrigðisstarfsfólk hafi skyndilega fengið löngun til hópnauðgunar?! Ég bendi sérstaklega á að ég skilgreini ekki þetta ofbeldi.  Það verður sá að gera sem fyrir því verður.

Flestir virðast skilja hvað það er sem fer fyrir brjóstið á mér.  Mér finnst alveg jafn hroðalegt ef karlmenn eru þvingaðir á sama máta.  Það er valdið sem lögreglan tekur sér þarna sem ég vil meina að séu hrein og klár mannréttindabrot.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 12:36

20 identicon

Það kemur fram í fréttinni í mogganum að blóðsýni hafi verið tekið.  Hvað hefur þvagsýni fram yfir blóðsýni?  Hvað er hægt að finna í þvagi sem er ekki hægt að finna í blóði?  Nú þekki ég nokkrar manneskjur sem hafa verið teknar fyrir ölvun við akstur og þá var alltaf blóðsýni látið nægja?  Svo finnast mér þessar aðgerðir lögreglunnar á Selfossi mjög ógeðfelldar.  Þeir hljóta að hafa getað fundið aðra leið til að sanna að konan var undir áhrifum.

Sigga (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:44

21 identicon

Ekki veit ég hvernig sýn þú hefur á lífið.  þú segir að sé hægt að kippa manni úr umferðinni .  Auðvitað.  konan var ölvuð og með ólæti við allt og alla.  Hvað ef hún hefði drepið einhvern??  Kannski einhvern nákominn þér?  Er ekki gott að landslög gripu inni? 

Átti lögreglan bara að segja já og amen og bíða þangað til víman fór af henni og þá væri núekki til neins að hafa þvagsýni er það ??  

Og hvernig fær konan út kynferðislega áreitni?  Ég held að þessi kona ætti að taka sig saman í andlitinu og fara að bera meiri virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum í kringum sig og ekki gera sig að fórnarlambi.  Hún er gerandinn og það erum við ,landsmenn sem erum fórnarlömb svona fólks , sem á endanum drepur einhvern eða stórslasar í umferðinni. 

Síðan er nú týpiskt að fólk eins og hún láti vorkenna sér og þá kemur fólk eins og þú sem stundar aumingjadekur og tekur undir.. 

hann (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:46

22 identicon

Það eitt semsagt réttlætir svona ofbeldisaðgerðir að þínu mati? Lögregla um land allt hefur í gegnum tíðina tekið fullt af fólki úr umferð sem ekur undir áhrifum og það er gott og blessað en þeir hafa látið blóðsýni nægja fram að þessu. Af hverju eruði að m´la þessum aðgerðum lögreglunnar á Selfossi bót? Það eru til aðrar mannlegri aðgerðir til að skera úr um hvort viðkomandi var undir áhrifum áfengis eða vímugjafa við akstur.

Sigga (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:53

23 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Davíð "heldur mig sinn"/ uppfylltar óskir Óskar fær/gýs þá Funi  með Púkann sinn/Hafsteinn eins og hafsjór slær.

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:08

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður Edda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 13:12

25 identicon

Þetta er ótrúlegt atvik. Blóðprufa hefði gert meira gagn og verið hægt að leita að fleiri efnum í blóðprufu. Það tekur hins vegar nokkra daga að fá niðurstöðu úr blóðprufu en nokkrar mínútur með pissi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:39

26 identicon

Velkomin til veruleikans segi ég bara við ykkur konur og karla sem aldrei hafið heyrt annað eins.

 Lögreglan er eina stofnunin í flestum löndum sem hefur leyfi til að nota "ofbeldi" en þó aðeins þegar annað dugir ekki.

Hvernig haldið þið að hlutirnir gangi fyrir sig þegar verið er að leita að eiturlyfjum og þess háttar hjá þeim sem eru ósamvinnuþýðir? Og hafið þið heyrt um að nokkur úr þeim hópi hafi dottið í hug að kæra það sem kynferðislega áreitni?

Sjálfur minnist ég ferðar frá Danmörku til Svíþjóðar þar sem ég mátti láta mig hafa það að fara úr öllu og láta tollverði skyggnast í öll göt og rannsaka kynfærin. Og það án þess að nokkur rökstuddur grunur væri fyrir því að ég væri að smygla. Hef aldrei verið tekinn fyrir smygl og er því hvergi á skrá sem slíkur.

Þeim bara leist þannig á mig (kannske hreinlega litist vel á mig)

Þetta hafa þeir fullt leyfi til að gera. Og þótt mér þætti þetta að sjálfsögðu dálítið skítt að lenda í þessu, sómakær sveitamaður af Íslandi þá hvarflaði aldrei að mér að þetta væri spurningin um kynferðislega áreitni.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:52

27 identicon

Langar bara að bæta því við. Hvaða meðferð haldið þið að ég hefði fengið ef ég hefði sparkað og hrækt og neitað þessari "skoðun"?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:56

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er svo merkilegt að við eigum til hugtak í siðfræðinni sem að kallast "líkamsréttur"....það eru réttindi sem að hver og einn á, en í þeim felast umráðaréttur yfir eigin líkama! Ef að líkamsréttur er brotinn, þá eigum við til lög yfir ákveðin atriði eins og ofbeldi og nauðganir ofl. Ég held að við ættum að varast að fella dóma of tala um feminisma hér...vegna þess að líkamsrétturinn nær til beggja kynja og þetta er jafn mikið inngrip hvort sem á í hlut karl eða kona!! Það er svo sem ekki hægt að lesa nákvæmlega í hvað gerðist þetta kvöld, en spurning er hvaða almannahagsmunir réðu því að taka þurfti konuna úr buxunum og setja upp þvaglegg.......var ekki bara hægt að taka hana fasta og fara með hana á stöðina og láta hana sofa úr sér! Ég hugsa án þess að vita það að eftir geti þetta verið svipuð tilfinning og vera nauðgað enda um að ræða kynfæri sem að ráðist er inni og konunni var haldið niðri Mér finnst þetta brot á líkamsrétti þessarar konu og ég held að hægt hafi verið að beita öðrum úrræðum en var beitt þetta kvöld.....en það er bara svona mín tilfinning!

Sunna Dóra Möller, 21.8.2007 kl. 14:53

29 identicon

Þessi kona framdi mikið ofbeldi og var heppin að enginn skaði hlaust.

Ef viðkomandi hefði valdið manntjóni hefði þá þessi framkvæmd verið hér til umræðu??? NEI

Fridrik (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 15:01

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Friðrik, þessi umræða væri hér til umræðu án tillits til.  Ein vond gjörð réttlætir ekki aðra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 15:03

31 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jón Bragi: ég verð bara að segja að þú lifir í villu og svíma um þessi mál. Það eru takmörk fyrir hvað lögregla má, og þarna yfirsteig hún þau takmörk.

Ef ekki, þá búum við ekki í ríki þar sem sjálfsögð mannréttindi eru haldin í  heiðri.

Var ekki bara hægt að beita sektum?

Elías Halldór Ágústsson, 21.8.2007 kl. 15:07

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Elías, sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 15:41

33 identicon

Sammála Dóra, enn hver niðurstaðan?

Ef þetta er ekki löglegur gjörningur þá hlýtur Lögreglan vera SEK?

Friðrik (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:41

34 identicon

Konan var beðin um að skila þvagprufu í á annan tíma, fólk!  Hún ein með bolla og ekkert vesen.

Einhver talar um siðfræði.  Siðfræðin segir hins vegar að brjóti maður reglur samfélagsins, geti maður ekki ætlast til þess að sömu reglur verndi rétt manns.

Einhver annar talar um kynfæri og líkir þessu við nauðgun.  Sýnið var að sjálfsögðu tekið úr þvagblöðrunni....  *hóst*

Konunni var gefið val og lögreglan var viðstödd vegna þess að konan var snarvitlaus.  

Róleg í múgæsingnum. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:12

35 Smámynd: Haukur Viðar

Hvernig stendur á því að konan var ekki látin sofa úr sér?

Það veit það hver heilvita maður (t.d. þeir sem eiga börn) að besta leiðin til samvinnu er að róa viðkomandi niður.

Og hafi þeir haft áhyggjur að hún kæmi hlandinu undan, hefði bara mátt vakta það.

Nú eða gefa henni róandi.....augljóslega var hún í miklu uppnámi og fíflaskapur að láta sér detta svona aðferðir í hug.

Mér er sama um hvort konan sé góðkunningi lögreglunnar eða ekki. Hvort hún hafi keyrt full eða ekki........það þarf enginn að segja mér að það séu ekki til betri leiðir en sú sem var farin. 

Haukur Viðar, 21.8.2007 kl. 22:11

36 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Arngrímur: þú býrð ekki í sama alheimi og frjálst fólk. Skilurðu ekki að með því að játa þetta ertu að segja að ekkert okkar hafi frelsi til eigin líkama?

Konan var ekki svipt sjálfræði. Punktur.

Elías Halldór Ágústsson, 21.8.2007 kl. 23:13

37 Smámynd: Halla Rut

Ef þið lokið augunum og sjáið fyrir ykkur hvað þarna átti sér stað þá hljóta allir að sjá að þetta er litlu skárra en nauðgun. Að læknir skuli framkvæma þessa athöfn við þessar aðstæður er til skammar fyrir hann og mjög alvarlegt brot í starfi. 

Arngrímur ég hélt að þú stæðir fyrir persónufrelsi meira en allir á Moggablogginu til samans og taldi þig því skoðanabróður minn. Þetta sem kemur frá þér hér kemur mér virkilega á óvart. 

Halla Rut , 21.8.2007 kl. 23:43

38 Smámynd: Þórbergur Torfason

Fer það eitthvað á milli mála að bæði lögregla og heilbrigðisstéttir stóðu að þvagsýnatökunni í þetta sinn.

Það er alveg óskiljanlegt hvernig fólk getur ólátast út í jafn sjálfsagðan hlut og að lögreglan færi sönnur á rökstuddan grun eins og þann að þarna hafi fleiri verið á ferð en bakkus og konukindin. Ef til vill var brýn nauðsyn á efnasýni úr þvagi af allt annarri ástæðu en bara þessari einu handtöku.

Allavega þökk sé lögreglunni fyrir snöfurmannlega framkomu.

Þórbergur Torfason, 22.8.2007 kl. 00:23

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð græn í framan Þórbergur.  Snöfurmannleg framkoma eða hitt þó heldur.  Vona okkar allra vegna að þú sért ekki á leið í lögguna kallinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 00:30

40 Smámynd: Halla Rut

Að lögregla megi halda konu niðri á meðan hún er berháttuð að neðan og fætur hennar glenntir í sundur að þeim ásjáandi ER EKKI Í LAG.

Er þetta virkilega það vald sem þið viljið setja í hendur lögreglumanna.

Halla Rut , 22.8.2007 kl. 00:49

41 identicon

Þú Elías virðist lifa í einhverjum draumaheimi. Rétt til eigin líkama!? Er það þá ekki líka minn réttur að troða líkama minn út af eiturlyfjum og spássera gegnum tollinn án þess að einhverjar löggur eða tollarar séu með pex?

Mín skoðun er sú að ef maður á annað borð tekur þá ákvörðun að brjóta lögin þá er maður jafnframt búinn að gera sér grein fyrir að maður getur orðið fyrir hinum og þessum óþægindum af hendi yfirvalda í þeirri viðleitni þeirra að hindra brot eða afla sannana fyrir broti.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 05:27

42 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bragi, ég get ágætlega skrifað upp á megnið af því sem þú segir en það eru mörk.  Hvenær gengur maður of langt?  Þarna er það greinilega gert.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 09:16

43 Smámynd: styttingur

Þarna er um grundvallar spurningu að ræða. Hvað á lögregla að hafa rúmar heimildir til að sækja sönnunargögn. Er mikill munur á þessum hroðaverknaði og pyntingum til að ná fram játningum.

styttingur, 22.8.2007 kl. 15:00

44 identicon

Takk fyrir það Jenný.

Jú ég get tekið undir það að full langt hafi kannske verið gengið þarna. Mig langaði bara að vekja athygli á því að lögreglan hefur lengi beitt þvingunaraðgerðum af ýmsu tagi, bæði réttlætanlegum og ekki, en líklega eru það mest karlmenn sem hafa lent í því.

Fyrir mér voru þetta engin stórtíðindi, en það segir náttúrlega ekkert til um hvað er rétt eða rangt í þessum efnum.

Over and out!

Jón Bragi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband